17. júní
Hvert er þetta þjóðfélag komið þegar það þarf að hrópa „vanhæf ríkisstjórn“ undir þjóðrembingsræðu forsætisráðherra á 17. júní?
Og hvert er þetta þjóðfélag komið þegar það þarf að leggja mótmælendum línurnar um það hvenær má mótmæla og hvenær má ekki mótmæla?
Vill ekki einhver hugsa um börnin!!!???
Það er eitthvað svo rotið og rangt við þetta þjóðfélag.
Og hvað vilja menn fá út úr þessum mótmælum?
Og þá ekki bara þeim sem voru á Austurvelli í dag, heldur líka svipuðum mótmælum sem hafa verið haldin undanfarið eitt til eitt og hálft ár?
Ókei – við viljum losna við núverandi ríkisstjórn. Hún hefur staðið sig illa og á ekki samleið með hinum venjulega Íslendingi.
En hvað svo?
Viljum við eitthvað frekar nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna? Eða einhverja aðra samsetningu af þessum fjórum flokkum?
Fara svo aftur að mótmæla á Austurvelli þegar sú ríkisstjórn er búin að glata vinsældum sínum? Og þannig hjakka í sama farinu endalaust?
Nei. Það þarf eitthvað meira. Það þarf að bylta öllu kerfinu. Ekki bara ríkisstjórninni. Segja öllum opinberum embættismönnum upp störfum. Fá nokkra erlenda sérfræðinga, hvern á sínu sviði, til að sinna störfum ráðherra, þingmanna og forseta Íslands, a.m.k. á meðan verið er að setja saman nýja stjórnarskrá, stokka spilin og gefa þau upp á nýtt. Því ekki geta Íslendingar stjórnað þessu landi sjálfir.
Annars er ég bara nokkuð hress í dag, sko.
Og til hamingju með 17. júní!