Annállinn 2017
Þetta er búið að vera ömurlegt ár, svona í stóra samhenginu. Trump forseti í Bandaríkjunum. Kim leiðtogi í Norður-Kóreu. Þjóðernispopúlismi, einræðistilburðir og skoðanakúgun ráðandi meðal stjórnmálamanna í heiminum. Við virðumst ekki ætla að læra neitt af sögunni.
Og ekki var það betra á Íslandi. Ung kona myrt eftir djamm í miðbæ Reykjavíkur og líkinu komið fyrir á afviknum stað. Ungur maður myrtur á Austurvelli. Æðstu embættismenn þjóðarinnar hylma yfir með barnaníðingum og kynferðisafbrotamönnum. Íslendingar fá tækifæri til breytinga, en glutra því niður og kjósa bara það sama yfir sig aftur.
Þetta var 2017 í grófum dráttum.
En fyrir mig hefur þetta samt verið ágætis ár. Heilsan hefur verið fín, ég hef haft nóg að gera og tímar til að gleðjast í góðra vina hópum hafa verið fjölmargir.
Ég hef ekki tekið myndir af því öllu. Því stundum er betra að njóta augnabliksins án þess að heimurinn og samfélagsmiðlar fái að vita af því.
En svona var árið 2017 í myndum:
Það hófst í Borgarnesi, eins og venjulega.
Mætti á árlegt ættarþorrablót, m.a. með þessum:
Útskrifaðist með tvær háskólagráður. Vantar nú tvær í viðbót til að verða eins og Georg.
Eignaðist þessa litlu frænku:
Mætti á árshátíð í þessari múnderingu:
Gekk upp á Helgafell. Samtals mun ég hafa komið þangað á toppinn 80 sinnum á árinu.
Byrjaði að vinna þarna:
Klæddist fjólubláa búningnum reglulega á vordögum.
Fór með þessu fólki til Münchenar, Salzburgar og nágrennis…
…spilaði á trompet…
…og drakk ógrynnin öll af bjór.
Færði mig um set í vinnunni og flutti þangað:
Naut útsýnis í vinnunni inn á milli skyldustarfa.
Fór með þessu fólki í söngferðalag í Borgarfirði:
Aðstoðaði við pallasmíði í Borgarnesi:
Fór í bæinn á menningarnótt
Sá Hringadróttinssögu í Hörpu.
Fór á Laugarvatn.
Spilaði á nokkrum októberfestum víðs vegar um bæinn.
Synti í Vesturbæjarlauginni.
Fór í nokkra göngutúra um Ægisíðuna:
Átti í nokkrum samskiptum við þennan vinnufélaga:
Spilaði á tónleikum með þessu fólki:
Hélt upp á jól og hækkandi sólargang undir lok ársins, með tilheyrandi letikasti og ofáti.
Þannig var nú það.
Ég þakka að lokum samveru og samskipti á árinu 2017, hversu mikil eða lítil sem þau voru.
Með von um að 2018 verði miklu betra og skemmtilegra.