Árið 2013 Árið 2013 31. desember, 2013 Atli Svona var árið 2013 í myndum: Það hófst í Borgarnesi, samkvæmt venju. Alvarleg veikindi í upphafi ársins. Eignaðist svona litla frænku 4. janúar. Tók upp hippalúkk í byrjun febrúar… …og fór á árshátíð í anda Woodstock ’69. Fór á ættarþorrablót 9. febrúar með þessu fólki… …og líka þessum.(Og með fleirum sem náðust ekki á mynd). Fór í æfingabúðir 15.-17. febrúar. Æfingabúðir í febrúar. Heimsótti Hálsaskóg 24. febrúar. Fór á bókamarkaðinn í Perlunni 26. febrúar. Fór í skírnarveislu og fjöruferð á páskadag, 31. mars. Fór í morgungöngur með Ferðafélagi Íslands:Mosfell 29. apríl. Úlfarsfell 30. apríl. Fór í kröfugöngu 1. maí. Morgunganga nr. 3: Helgafell í Hafnarfirði 2. maí. Fór þangað upp í 91 skipti á árinu. Tek 100 skipti á næsta ári — að því gefnu að það verði ekki svona mikil rigning næsta sumar!!! Esja upp að Kögunarhóli 3. maí. Fór í fjöruferð með þessu fólki á uppstigningardag, 9. maí. Gekk upp á Húsfell á besta veðurdegi – og næstum því eina góðviðrisdegi sumarsins, 20. júní. Tók þátt í ratleik Hafnarfjarðar í fyrsta skipti í sumar, ásamt pabba gamla. Fundum öll merkin, en fengum samt engin verðlaun. (Vantar myndir af tveimur merkjum í þessa samsetningu). Fór til London 7.-12. ágúst… …keypti nýja myndavél… …skoðaði tökustaði, leikmyndir og leikmuni úr Harry Potter myndunum… …og fetaði í fótspor Bítlanna, m.a. á gangbrautinni á Abbey Road. Reif upp sólpallinn 20. ágúst. Fór á menningarnótt í Reykjavík 24. ágúst. Keypti leðurhosur og fylgihluti. Vígði þær 6. september. Fór í árgangagöngu á ljósanótt í Reykjanesbæ 7. september. Hélt upp á 15 ára afmæli tvítugsafmælisins þarna… …og þarna… …og sá Mary Poppins. Tók upp Júróvísjónlag ásamt þessum kórfélögum 26. september. Það komst samt ekki inn í íslensku undankeppnina. Fylgdist með mótmælum á Austurvelli 1. október. Fór til Þorlákshafnar með þessu fólki (og fleiri lúðrablásurum) 4.-6. október. Söng á kóramóti í Hörpu með öllu þessu fólki 19. og 20. október. (Og líka fleirum, sem eru ekki með á myndinni). Fór í göngu upp á Sólheimajökul 27. október. Sá Kraftwerk í Hörpu 4. nóvember. Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju 30. nóvember Söng á tónleikum í Hásölum 2. og 3. desember. Sá Óvita í Þjóðleikhúsinu 7. desember. Bakaði laufabrauð… …og smákökur fyrir jólin. Árinu lauk svo á jólunum… …Harry Potter maraþoni… …og sigri í pöbbkvissi (einu sinni sem oftar), þar sem aðalvinningurinn var flugeldapakki. Honum verður skotið upp í kvöld. Skál fyrir árinu 2013, krakkar mínir, með von um að árið 2014 verði miklu, miklu, miklu, miklu, miklu betra en árið sem er að kveðja okkur!og hananú!