Árið 2014

Árið 2014

Svona var árið 2014 í myndum:

Það hófst í Borgarnesi samkvæmt venju.
IMG_0096

Varð löggildur bjórdrykkjumaður 6. janúar, sem staðfestist með útskriftarskírteini.
2014-01-06 12.08.29

Drakk bjór í tilefni útskriftarinnar.
IMG_0001

Púslaði með fjölskyldunni.
IMG_0002

Fékk hefðbundið kvef í lok janúar.
2014-01-31 16.54.50

Fór á ættarþorrablót með þessu fólki (og fleiri ættingjum).

Var á Ísafirði 18.-20. febrúar…

…til að vera viðstaddur brúðkaup þessarra tveggja, 19. febrúar

Sá Spamalot í Þjóðleikhúsinu 20. febrúar.
2014-02-20 20.41.34

Spilaði Sousa-marsa og fleira skemmtilegt í æfingabúðum 21. og 22. febrúar.
2014-02-21 21.55.41

Tók þátt í mottumars. Hér er Sgt. Peppers-lúkkið.
2014-03-01 19.56.02

Eldaði súrkál 7. mars.
Súrkál

Mætti á árshátíð með þessu fólki og fleiri félögum og fylgihlutum úr Kammerkór Hafnarfjarðar 8. mars.
IMG_0105

Spilaði á tónleikum í Hörpu með Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Flensborgarkórnum 18. mars.
2014-03-17 19.53.02

Fór upp á Helgafell í fyrsta sinn á árinu 2. apríl.
Alls urðu gönguferðirnar þangað upp 107 á árinu, sú síðasta 16. nóvember.
20140403-213102.jpg

Spilaði páskabingó á Austurvelli á föstudaginn langa, 18. apríl.

Hélt upp á páskana með páskaeggjaratleik og súkkulaðiáti 20. apríl.
IMG_0002

Spilaði í kröfugöngu 1. maí með þessu fólki (og fleira fólki í eins fjólubláum búningum). Fengum okkur bjór eftir gönguna.
2014-05-01 14.36.40

Tók þátt í morgungöngum Ferðafélags Íslands í maí:
Helgafell, Hafnarfirði 5. maí.

Mosfell 6. maí.

Helgafell, Mosfellsbæ 7. maí.

Vífilsfell 8. maí.

Vilborg Arna og yðar einlægur á Úlfarsfelli 9. maí.

Vígði íþróttahús í Kaplakrika 18. maí.
2014-05-18 12.46.42

Var með þessu fólki í Berlín 8.-12. júní (og fleiri kórfélögum úr Kammerkór Hafnarfjarðar, sem fóru ekki með í hjólatúrinn sem þessi mynd var tekin í).
(Fleiri myndir hér).

Þvældist einn um Þýskaland og Holland 12.-18. júní.
(Fleiri myndir hér).

Var með þessu fólki í Hollandi og Belgíu 18.-25. júní.
(Fleiri myndir hér).

Leitaði að merkjum í ratleik Hafnarfjarðar allt sumarið (á meðan ég var ekki á Helgafelli). Fann 18 merki. Skilaði samt ekki inn lausnum.
ratleikur2014

Fór á krána til að horfa á úrslitaleik HM í fótbolta 13. júlí.
2014-07-13 19.59.25

Labbaði upp á Vífilsfell 20. júlí, í annað sinn á árinu.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Bjargaði fugli úr hremmingum 30. júlí. (Hann lenti ekki í kettinum, heldur flaug á glugga).
2014-07-30 19.47.46

Tók smá bjórsmökkun í Reykjavík um verslunarmannahelgina.
2014-08-02 15.13.15

Svaf á meðan (að því er virðist) allir aðrir hlupu í Reykjavíkurmaraþoni 23. ágúst.
IMG_0108.JPG

Spilaði í árgangagöngunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ 6. september.
2014-09-06 13.39.12

Hélt upp á afmælið á Kex hostel. Fékk þessar líka fínu afmælisgjafir. Þær eru búnar núna.
IMG_0229.JPG

Söng á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík með sænskum vinum 27. september.
2014-09-27 15.14.32

Spilaði á októberfesti á Enska barnum í Hafnarfirði 10. október.
2014-10-10 22.33.56

Sá Mnozil Brass á tónleikum í Háskólabíói 13. október.
Mnozil brass. (Mynd fengin af mnozilbrass.at)

Fór í hálskirtlatöku á gamals aldri 24. október.
IMG_0308.JPG

Mótmælti á Austurvelli tvisvar sinnum í nóvember.

Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju 29. nóvember
2014-11-29 13.37.01

og í jólaþorpinu í Hafnarfirði sama dag.
2014-11-29 16.29.29

Bakaði laufabrauð fyrir jólin.
2014-12-06 16.34.44

Fór á jólatónleika Baggalúts 12. desember.
2014-12-12 19.45.49

Sá Hobbitann 3 í bíó 12. desember.
2014-12-12 23.02.06

Bakaði nokkrar smákökutegundir fyrir jólin.
2014-12-16 22.45.56

Borðaði skötu á Þorláksmessu.
2014-12-23 13.17.58

Söng í aðfangadagsmessu á Kleppi…
2014-12-24 11.29.42

…annarri á Borgarspítalanum…
2014-12-24 14.30.39

…og hélt upp á jólin samkvæmt venju.
2014-12-24 00.30.57

Fór í partý með þessu fólki 27. desember í tilefni 20 ára útskriftarafmælis frá Setbergsskóla.
10891649_10152561606607966_5326634053937757305_n

Þannig var það nú.
Það eru eflaust fleiri viðburðir sem ættu heima í þessu yfirliti, en það eru þá viðburðir sem ég hef ekki verið með myndavél við höndina eða einfaldlega ekki nennt að taka myndir.

Takk fyrir árið 2014, krakkar mínir.
Með von um að 2015 verði miklu betra og skemmtilegra.
Og hananú.

Comments are closed.