Fyrsti maí
X-D
Nei. Er ekki genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Bara að búa til merki handa þeim.
Páskarnir
Páskabingó
Páskabingó Vantrúar var haldið á Austurvelli í dag, föstudaginn langa.
Hægt er að sjá fleiri svipmyndir þaðan með því að smella á bingóspjaldið.
Fjallgöngutímabilið
Bókarkápa dagsins
Í kompaníi við allífið
– Matthías Johannessen talar við Þórberg.
(Tilraun með teikniforritið Inkscape).
Lúðraþytur í Hörpu
Lúðrasveit Hafnarfjarðar ætlar í menningarútrás til Reykjavíkur og heldur tónleika í Norðurljósum, Hörpu á morgun, þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00.
Þetta eru fimmtu og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu, sem lúðrasveitir af suðvesturhorni landsins hafa staðið fyrir í vetur. Lúðrasveitin verður ekki ein því hún hefur fengið Flensborgarkórinn til liðs við sig, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, og mun kórinn syngja nokkur lög með lúðrasveitinni.
Samtals munu því um 80 manns koma fram á tónleikunum.
Á efnisskrá tónleikanna verða nýleg lúðrasveitaverk fyrirferðarmikil. Má þar meðal annars nefna verkin Suite Arktica II eftir Pál Pampichler Pálsson og Sleep eftir Eric Whitacre. Einnig verður leikin hefðbundin lúðrasveitatónlist, svo sem Sousa-marsar.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
Kynnir á tónleikunum verður Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona.
Miðaverð er 2000 krónur. Miða á tónleikana má kaupa á heimasíðu Hörpu, harpa.is.
Súrkál
Súrkál er eitt af aðalsmerkjum þýska eldhússins. Það hentar vel með góðum pylsum (og þá ekki íslenskum SS pylsum). Mæli með Pylsumeistaranum við Laugalæk.
Innihald:
1 kg súrkál (til dæmis Krautboy í 500 g pokum, fæst m.a. í Fjarðarkaupum)
1 stór laukur
1 grænt epli
100 g beikon
150-200 ml eplasafi (eða sætt hvítvín á tyllidögum)
15-20 einiber
1-2 msk kúmen
smjörklípa til steikingar.
Aðferð:
1. Beikon skorið í bita og brúnað í potti í nokkrar mínútur. Síðan er það veitt upp úr pottinum og geymt.
2. Laukurinn skorinn í bita og látinn krauma í beikonfeitinni í nokkrar mínútur. Gætið þess að allar skófir leysist upp.
3. Súrkálinu og einiberjunum bætt við laukinn, öllu blandað vel saman og látið krauma í u.þ.b. 20 mínútur. Ef lítill vökvi er í pottinum má hella hluta af eplasafanum saman við.
4. Eplið er kjarnhreinsað, skorið í bita og þeim bætt við út í pottinn ásamt kúmeni. Látið malla í aðrar 20 mínútur.
5. Beikoninu bætt út í og hrært saman við allt.
6. Svo er þetta smakkað til og eplasafa, kúmeni, einiberjum, salti eða pipar bætt við eftir smekk. Einnig má bæta svínasoðsteningi út í ef þess þarf.
7. Að lokum er þetta látið malla í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót áður en það er borið fram.
Súrkálið er ekki síðra upphitað og því er hentugt að útbúa það kvöldið áður en á að borða það eða fyrr um daginn. Við upphitun gæti þurft að bæta meiri vökva út í það. (Eplasafa, hvítvíni eða vatni).
Mottumars
1000 krónur og allt fer af nema mottan. (Komið).
100.000 krónur og mottan verður lituð í íslensku fánalitunum.
200.000 krónur og mottan verður lituð í ESB-fánalitunum.