Browsed by
Author: Atli

Brúðkaup á Ísafirði

Brúðkaup á Ísafirði

Skrapp til Ísafjarðar um miðja síðustu viku ásamt stórfjölskyldunni til að vera viðstaddur brúðkaup Hjalta og Judithar. Fleiri myndir sjást ef smellt er á myndina af brúðhjónunum.

Páskarnir

Páskarnir

Páskarnir eru byrjaðir í 10-11. Og jólin rétt nýbúin. Kannski er þetta afgangur af lagernum síðan í fyrra…

20140125-231946.jpg

Hvað gerist á árinu 2014?

Hvað gerist á árinu 2014?

Það er í tísku að birta völvuspár þessa dagana og segja til um það sem mun gerast á árinu 2014. Hér er ein:

volvuspa
Völvuspá ársins 2014.

Það verða einhverjir jarðskjálftar, annað hvort á suðurlandi, Reykjanesi eða á norðurlandi. Þeir valda þó ekki manntjóni. Kannski verður eldgos.

Jón Gnarr stígur úr borgarstjórastólnum og snýr aftur í skemmtanabransann. Reykvíkingar fá nýjan borgarstjóra í vor.

Nýr útvarpsstjóri verður ráðinn á ríkisútvarpið í janúar eða febrúar. Ráðning hans veldur nokkrum deilum, en þær fjara út á tveimur til þremur vikum.

Nýr íslenskur sjónvarpsþáttur á eftir að vekja nokkrar umræður.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður í sviðsljósinu mestan part ársins. Líka Bjarni Ben og Ólafur Ragnar.
Jóhanna Sigurðardóttir verður lítið sem ekkert í fréttum.
Vigdís Hauksdóttir verður umdeild á árinu.

Eitthvað stórt hneykslismál kemur upp. Virkir í athugasemdum verða virkari en nokkru sinni áður og bloggheimar munu loga.

Einhverjir íslenskir listamenn vekja athygli utan landsteinanna. Líklega eru þetta listamenn sem eru lítið þekktir á Íslandi, en vinsældir þeirra hér heima aukast í kjölfarið.

Ný metsölubók verður gefin út fyrir jólin. Höfundur hennar er gamalreyndur rithöfundur.

Erlendir kvikmyndagerðarmenn munu sýna landinu áhuga.

Íslenskir íþróttamenn ná góðum árangri á erlendri grundu.

Einhver frægur Íslendingur ákveður að stíga út úr sviðsljósinu um stundarsakir.
Einhver annar frægur Íslendingur eignast barn á árinu.
Og enn annar frægur Íslendingur deyr á árinu.

Það verður snjór í janúar, febrúar og mars. En það verður sól í sumar. Og líka rigning.

Svo er nú það.

Árið 2013

Árið 2013

Svona var árið 2013 í myndum:

Það hófst í Borgarnesi, samkvæmt venju.
Það hófst í Borgarnesi, samkvæmt venju.
Alvarleg veikindi í upphafi ársins.
Alvarleg veikindi í upphafi ársins.
Eignaðist svona litla frænku 4. janúar.
Eignaðist svona litla frænku 4. janúar.
Tók upp hippalúkk...
Tók upp hippalúkk í byrjun febrúar…
...og fór á árshátíð í anda Woodstock '69.
…og fór á árshátíð í anda Woodstock ’69.
10
Fór á ættarþorrablót 9. febrúar með þessu fólki…
...og líka þessum. (Og með fleirum sem náðust ekki á mynd).
…og líka þessum.
(Og með fleirum sem náðust ekki á mynd).
Fór í æfingabúðir í febrúar.
Fór í æfingabúðir 15.-17. febrúar.
Æfingabúðir í febrúar.
Æfingabúðir í febrúar.
Heimsótti Hálsaskóg xx. febrúar.
Heimsótti Hálsaskóg 24. febrúar.
Fór á bókamarkaðinn í Perlunni.
Fór á bókamarkaðinn í Perlunni 26. febrúar.
Fór í skírnarveislu og fjöruferð á páskadag, 31. mars.
Fór í skírnarveislu og fjöruferð á páskadag, 31. mars.
Fór í morgungöngur með Ferðafélagi Ísland: Mosfell 29. apríl.
Fór í morgungöngur með Ferðafélagi Íslands:
Mosfell 29. apríl.
Úlfarsfell 30. apríl.
Úlfarsfell 30. apríl.
Fór í kröfugöngu 1. maí.
Fór í kröfugöngu 1. maí.
Morgunganga nr. 3: Helgafell í Hafnarfirði. Mun hafa komið þangað í 91 skipti á árinu. Tek 100 skipti á næsta ári — að því gefnu að það verði ekki svona mikil rigning næsta sumar!!!
Morgunganga nr. 3: Helgafell í Hafnarfirði 2. maí. Fór þangað upp í 91 skipti á árinu. Tek 100 skipti á næsta ári — að því gefnu að það verði ekki svona mikil rigning næsta sumar!!!
Esja upp að Kögunarhóli 3. maí.
Esja upp að Kögunarhóli 3. maí.
19
Fór í fjöruferð með þessu fólki á uppstigningardag, 9. maí.
20
Gekk upp á Húsfell á besta veðurdegi – og næstum því eina góðviðrisdegi sumarsins, 20. júní.
ratleikur
Tók þátt í ratleik Hafnarfjarðar í fyrsta skipti í sumar, ásamt pabba gamla. Fundum öll merkin, en fengum samt engin verðlaun. (Vantar myndir af tveimur merkjum í þessa samsetningu).
21
Fór til London 7.-12. ágúst…
22
…keypti nýja myndavél…
23
…skoðaði tökustaði, leikmyndir og leikmuni úr Harry Potter myndunum…
24
…og fetaði í fótspor Bítlanna, m.a. á gangbrautinni á Abbey Road.
25
Reif upp sólpallinn 20. ágúst.
26
Fór á menningarnótt í Reykjavík 24. ágúst.
20130907-034052.jpg
Keypti leðurhosur og fylgihluti. Vígði þær 6. september.
20130907-143048.jpg
Fór í árgangagöngu á ljósanótt í Reykjanesbæ 7. september.
20130913-222135.jpg
Hélt upp á 15 ára afmæli tvítugsafmælisins þarna…
20130913-223021.jpg
…og þarna…

 

20130913-223120.jpg
…og sá Mary Poppins.
27
Tók upp Júróvísjónlag ásamt þessum kórfélögum 26. september. Það komst samt ekki inn í íslensku undankeppnina.
Fylgdist með mótmælum á Austurvelli 1. október.
Fór til Þorlákshafnar með þessu fólki (og fleiri lúðrablásurum) 4.-6. október.
28
Söng á kóramóti í Hörpu með öllu þessu fólki 19. og 20. október. (Og líka fleirum, sem eru ekki með á myndinni).
Fór í göngu upp á Sólheimajökul 27. október.
2013-11-04 20.20.33
Sá Kraftwerk í Hörpu 4. nóvember.
30
Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju 30. nóvember
31
Söng á tónleikum í Hásölum 2. og 3. desember.
32
Sá Óvita í Þjóðleikhúsinu 7. desember.
20131214-194806.jpg
Bakaði laufabrauð…
neimanmarcus
…og smákökur fyrir jólin.
33
Árinu lauk svo á jólunum…
34
…Harry Potter maraþoni…
flugeldar
…og sigri í pöbbkvissi (einu sinni sem oftar), þar sem aðalvinningurinn var flugeldapakki. Honum verður skotið upp í kvöld.
bjor
Skál fyrir árinu 2013, krakkar mínir, með von um að árið 2014 verði miklu, miklu, miklu, miklu, miklu betra en árið sem er að kveðja okkur!
og hananú!
Jólin

Jólin

Gleðileg jól
Til hamingju með jólin!

Hljóða nótt
Lag: Franz Gruber
Texti: Matthías Jochumsson

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Hvílir þjóð þreyttan hvarm,
nema hin bæði sem blessuðu hjá
barninu vaka, með fögnuð á brá.
Hvíldu við blíðmóður barm.

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Hjarðlið, þei, hrind þú sorg:
Ómar frá hæðunum englanna kór:
„Yður er boðaður fögnuður stór:
Frelsari í Betlehemsborg.“

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Jesú kær, jólaljós
leiftrar þér, Guðsbarn, um ljúfasta brá
ljómar nú friður um jörð og um sjá,
himinsins heilaga rós.

(Smelltu til að ná þér í eintak af laginu).