Browsed by
Author: Atli

Októberfest

Októberfest

Í kvöld heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Oktoberfest á Enska barnum í Hafnarfirði.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Leðurhosur, dirndlar, þýskar pylsur, bjór og lúðrasveit er blanda sem getur ekki klikkað.

Aðgangur ókeypis.
oktoberfest2013

Tóndæmi:

Lúðraþytur í Þorlákshöfn

Lúðraþytur í Þorlákshöfn

Um síðustu helgi, 4. – 6. október, var landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita haldið í Þorlákshöfn.

Æfingar voru haldnar alla helgina. Afrakstur þeirra kom fram í formi stórtónleika í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar ásamt 200.000 naglbítum, Jónasi Sig. og Ritvélum framtíðarinnar og Fjallabræðrum.

Að loknu partýi eftir tónleikana var farið í hefðbundna næturskrúðgöngu, klukkan hálffjögur um nóttina.

Þorlákshafnarbúum virðist vera mjög vel við lúðrasveitatónlist, því margir þeirra biðu spenntir eftir því að vera vaktir með lúðrablæstri um miðja nótt. Engar kvartanir bárust vegna hávaða. Hins vegar heyrðist af kvörtunum frá fólki sem vaknaði ekki við gönguna. Og sumir buðu jafnvel þátttakendum göngunnar upp á kakó og pönnukökur.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða fleiri myndir.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar.
Tommi og Jenni

Tommi og Jenni

Syrpa af lögum úr nokkrum teiknimyndum um Tomma og Jenna.

Tónlist eftir Scott Bradley. Útsetning eftir Peter Morris og John Wilson.

Afmæli

Afmæli

Svona var 15 ára afmæli tvítugsafmælisins

Morgunmatur: hollusta

20130913-221948.jpg

Bar dagsins: Kaldabarinn

20130913-222135.jpg

Bjór dagsins: ósíaður dökkur Kaldi

20130913-222313.jpg

Skóli dagsins – nei – bara djók… Ekki verzló

20130913-222753.jpg

Leikhús dagsins:

20130913-223021.jpg

Sýning dagsins:

20130913-223120.jpg

Orð dagsins

Orð dagsins

Brúðgumasveinn.
Sbr. frétt á DV.is í dag.

Brúðgumasveinar
Brúðgumasveinar. Mynd: Wikipedia

Margir, þ.á.m. Virkir í athugasemdum, virðast halda að þetta orð sé tilbúningur hjá blaðamönnum DV. Það er svossum góð ástæða til þess að halda það, þar sem til eru margir sem eru betur máli farnir en blaðamenn DV. En í þetta sinn hefur viðkomandi fréttaritari betur.

Orðið brúðgumasveinn er nefnilega til í íslenskri orðabók. Orðabókarskýringin á því er „sá sem leiðir brúðguma til brúðar fyrir altarinu og þjónar honum yfir borðum“. (Íslensk orðabók, 2007).

Við leit á vefnum Tímarit.is kemur í ljós að elsta dæmið um orðið er frá árinu 1896. Það kemur fyrir í greininni „Um minni í brúðkaupsveizlum og helztu brúðkaupssiði á Íslandi á 16. og 17. öld“ eftir Sæmund Eyjólfsson, sem birtist í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags, 17. árgangi, 1896:

„Þá er brúðurin kemur að kirkjudyrunum, kemur siðamaður móti henni, og leiðir hana í »hjónastólinn« hjá brúðgumanum. Er þá þegar hafin messa og brúðhjónin vígð saman í messunni. Eptir hjónavígsluna standa brúðarsveinar og brúðgumasveinar fyrir aptan hjónastólinn þangað til messunni er lokið.“
(bls. 108)

Orðið virðist þó hafa verið lítið notað síðan 1896, a.m.k. ef Tímarit.is er notað sem heilagur sannleikur, því þar birtast aðeins 22 önnur dæmi, flest þeirra eru frá árunum 1933-1942.

Ætli svaramenn hafi ekki verið fleiri en brúðgumasveinar í gegnum tíðina?

Leðurhosurnar

Leðurhosurnar

Vígði leðurhosurnar í kvöld við spilamennsku þýsku-þjóðbúningaklúbbs Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í starfsmannapartýi í Árbæjarsafni. Á samt eftir að drekka bjór svona klæddur.

20130907-034052.jpg