Bæverskar kjötbollur

Bæverskar kjötbollur

Þjóðverjar kunna að búa til góðar kjötbollur, öfugt við Íslendinga, sem búa þær til úr kjötfarsi eða einhverju sem inniheldur ekki kjöt. Hér eru bæverskar kjötbollur:
kjotbollur

INNIHALD:
500 gr hakk (má vera blandað, t.d. nauta- og svínahakk).
1-2 harðar brauðsneiðar
smá mjólkurdreitill
1 stór laukur
1 tsk tómatpúrra
2 tsk meðalsterkt sinnep
1 egg
pipar
salt
1 hvítlauksgeiri
Marjoram (kryddmæra)
smjörklípa eða olía til steikingar

AÐFERÐ:
1. Bleytið upp í harða brauðinu með mjólkinni þangað til það er orðið lint.
2. Skerið laukinn í bita
3. Setjið hakkið í skál ásamt bleyttu brauði, lauk, hvítlauk, tómatpúrru, sinnepi og eggi. Bætið kryddinu við út í eftir smekk. Hrærið svo allt vel saman.
4. Hnoðið kúlur úr hakkblöndunni og steikið á pönnu í um 15 mínútur, eða þar til bollurnar eru orðnar gegnsteiktar.

Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. tíu bollur.

Það má líka leika sér með tilbrigði af uppskriftinni.
Til dæmis má bæta steinselju við út í hakkblönduna eða auka skammtinn af hvítlauknum og sinnepinu, allt eftir smekk.

Comments are closed.