Bananabrauð

Bananabrauð

Það er óþarfi að henda banönum þó að þeir séu orðnir gamlir og hýðið á þeim orðið svart. Það er hægt að baka úr þeim, til dæmis þetta bananabrauð:

Bananabrauð
Bananabrauð

Innihald:
1 egg
150 g sykur
2 þroskaðir bananar
250 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt

Aðferð:
1. Þeytið eggið og bætið sykrinum saman við í skömmtum. Þeytið eggið og sykurinn vel saman í hrærivél.
2. Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn.
3. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið saman við bananablönduna.
4. Setjið í vel smurt aflangt form, (1 1/2 lítra), og bakið við 180°C en 160° með blæstri í 45 mínútur.

Comments are closed.