Browsed by
Category: Fjallgöngur

Byrjunarreiturinn

Byrjunarreiturinn

Byrjunarreiturinn
Helgafell og Kaldárbotnar á fallegu síðsumarkvöldi.

Þessi staður er upphaf og endir alls, þ.e. þegar maður gengur upp á Helgafell í Hafnarfirði.

Fjallgöngusumarið gert upp

Fjallgöngusumarið gert upp

Fjallgöngusumrinu árið 2015 er opinberlega lokið. Rútínan er að fara aftur í gang, skólinn byrjar í næstu viku, frelsinu er lokið og því ekki tími til göngutúra, a.m.k. ekki daglega eins og í sumar. Ég útiloka þó ekki að fara í einn og einn göngutúr í haust eftir því sem tími, veður og færð leyfa.

Tímabilið hófst frekar seint þetta árið, ekki fyrr en 4. maí, því það var vetur fram í miðjan maí. Það mun því hafa staðið yfir í 119 daga. Hér koma nokkrar skemmtilegar tölfræðiupplýsingar, teknar saman með aðstoð Endomondo:

  • Samtals urðu gönguferðirnar 78, þar af 74 upp á Helgafell í Hafnarfirði.
  • Flestir dagar í röð voru 14, á tímabilinu 20. júlí til 2. ágúst.
  • Flestir dagar í röð án fjallgangna voru 10, frá 9.-18. maí.
  • Samtals eru 423,57 kílómetrar að baki eftir fjallgöngur sumarsins.
  • Og samtals hef ég varið 4 sólarhringum, 18 klukkutímum, 44 mínútum og 46 sekúndum á fjöllum þetta sumarið.
Kvaddi Helgafell í bili í dag, með þoku uppi á toppnum.
Kvaddi Helgafell í bili í dag, með þoku uppi á toppnum.
Með Volkswagen í fjallgöngu

Með Volkswagen í fjallgöngu

Einhverjum (kannski markaðs- eða auglýsingastjóra Heklu) fannst góð hugmynd að setja þetta segulskilti á landmælingastöpulinn uppi á Helgafelli í Hafnarfirði.

Á leið up?
Á leið up?
Morgungöngutúr 5

Morgungöngutúr 5

„Af hverju er ég að þessu? Hvað er eiginlega að mér? Að vakna klukkan fimm á morgnana til að fara í fjallgöngu?“ er ég búinn að hugsa alla morgna í þessari viku.
En þetta er gríðarlega gott, sérstaklega eftir á. Að koma blóðinu á hreyfingu og fara ferskur inn í daginn.

Fimmti og síðasti morgungöngutúrinn í þessari lotu var upp á Úlfarsfell í Grafarholti/Mosfellsbæ.
Það er nú létt verk og löðurmannlegt.

Dagur 5: Úlfarfsell.
Vegalengd: 3,93 km.
Tími: 1 klst. 13 mín. 53 sek.
Hæð: 309 m
Hækkun: 199 m

Úlfarsfell
Úlfarsfell

Morgungöngutúr 4

Morgungöngutúr 4

Í morgun var fetað í fótspor nóbelsskáldsins og farið á Grímannsfell. Halldór karlinn hafði það í bakgarðinum hjá sér á Gljúfrasteini og mun hafa gengið upp á það nokkrum sinnum.
Við fyrstu sýn virðist það vera frekar aumingjalegt og lítið, en það leynir á sér. Þetta er svona fjall sem maður heldur að maður sé kominn á toppinn eftir fyrstu brekkuna, en þá tekur við önnur brekka. Og önnur, og önnur og önnur…
Ekki erfið ganga, en rokið, norðanáttin og fimm stiga frostið höfðu sitt að segja.

Dagur 4: Grímannsfell.
Vegalengd: 4,50 km.
Tími: 1 klst. 48 mín. 39 sek.
Hæð: 438 m
Hækkun: 353 m

Grímannsfell
Grímannsfell

Morgungöngutúr 3

Morgungöngutúr 3

Í morgun var það Keilir, í fyrsta sinn síðan líklega árið 1984 eða ’85.
Hann var erfiðastur af fjöllum vikunnar hingað til, enda brattur alla leiðina upp.

Dagur 3: Keilir.
Vegalengd: 7,29 km.
Tími: 2 klst. 31 mín. 00 sek.
Hæð: 393 m

Keilir
Keilir

Morgungöngutúr 1

Morgungöngutúr 1

Fjallgöngutímabilið 2015 er opinberlega hafið, með morgungöngum í boði Ferðafélags Íslands og VÍS.

Dagur 1: Helgafell, Hafnarfirði.
Vegalengd: 5,19 km.
Tími: 1 klst. 37 mín. 55 sek.
Hæð: 345 m
Hækkun: 259 m

Helgafell, Hafnarfirði
Helgafell, Hafnarfirði