Browsed by
Category: Myndir

Árið 2013

Árið 2013

Svona var árið 2013 í myndum:

Það hófst í Borgarnesi, samkvæmt venju.
Það hófst í Borgarnesi, samkvæmt venju.
Alvarleg veikindi í upphafi ársins.
Alvarleg veikindi í upphafi ársins.
Eignaðist svona litla frænku 4. janúar.
Eignaðist svona litla frænku 4. janúar.
Tók upp hippalúkk...
Tók upp hippalúkk í byrjun febrúar…
...og fór á árshátíð í anda Woodstock '69.
…og fór á árshátíð í anda Woodstock ’69.
10
Fór á ættarþorrablót 9. febrúar með þessu fólki…
...og líka þessum. (Og með fleirum sem náðust ekki á mynd).
…og líka þessum.
(Og með fleirum sem náðust ekki á mynd).
Fór í æfingabúðir í febrúar.
Fór í æfingabúðir 15.-17. febrúar.
Æfingabúðir í febrúar.
Æfingabúðir í febrúar.
Heimsótti Hálsaskóg xx. febrúar.
Heimsótti Hálsaskóg 24. febrúar.
Fór á bókamarkaðinn í Perlunni.
Fór á bókamarkaðinn í Perlunni 26. febrúar.
Fór í skírnarveislu og fjöruferð á páskadag, 31. mars.
Fór í skírnarveislu og fjöruferð á páskadag, 31. mars.
Fór í morgungöngur með Ferðafélagi Ísland: Mosfell 29. apríl.
Fór í morgungöngur með Ferðafélagi Íslands:
Mosfell 29. apríl.
Úlfarsfell 30. apríl.
Úlfarsfell 30. apríl.
Fór í kröfugöngu 1. maí.
Fór í kröfugöngu 1. maí.
Morgunganga nr. 3: Helgafell í Hafnarfirði. Mun hafa komið þangað í 91 skipti á árinu. Tek 100 skipti á næsta ári — að því gefnu að það verði ekki svona mikil rigning næsta sumar!!!
Morgunganga nr. 3: Helgafell í Hafnarfirði 2. maí. Fór þangað upp í 91 skipti á árinu. Tek 100 skipti á næsta ári — að því gefnu að það verði ekki svona mikil rigning næsta sumar!!!
Esja upp að Kögunarhóli 3. maí.
Esja upp að Kögunarhóli 3. maí.
19
Fór í fjöruferð með þessu fólki á uppstigningardag, 9. maí.
20
Gekk upp á Húsfell á besta veðurdegi – og næstum því eina góðviðrisdegi sumarsins, 20. júní.
ratleikur
Tók þátt í ratleik Hafnarfjarðar í fyrsta skipti í sumar, ásamt pabba gamla. Fundum öll merkin, en fengum samt engin verðlaun. (Vantar myndir af tveimur merkjum í þessa samsetningu).
21
Fór til London 7.-12. ágúst…
22
…keypti nýja myndavél…
23
…skoðaði tökustaði, leikmyndir og leikmuni úr Harry Potter myndunum…
24
…og fetaði í fótspor Bítlanna, m.a. á gangbrautinni á Abbey Road.
25
Reif upp sólpallinn 20. ágúst.
26
Fór á menningarnótt í Reykjavík 24. ágúst.
20130907-034052.jpg
Keypti leðurhosur og fylgihluti. Vígði þær 6. september.
20130907-143048.jpg
Fór í árgangagöngu á ljósanótt í Reykjanesbæ 7. september.
20130913-222135.jpg
Hélt upp á 15 ára afmæli tvítugsafmælisins þarna…
20130913-223021.jpg
…og þarna…

 

20130913-223120.jpg
…og sá Mary Poppins.
27
Tók upp Júróvísjónlag ásamt þessum kórfélögum 26. september. Það komst samt ekki inn í íslensku undankeppnina.
Fylgdist með mótmælum á Austurvelli 1. október.
Fór til Þorlákshafnar með þessu fólki (og fleiri lúðrablásurum) 4.-6. október.
28
Söng á kóramóti í Hörpu með öllu þessu fólki 19. og 20. október. (Og líka fleirum, sem eru ekki með á myndinni).
Fór í göngu upp á Sólheimajökul 27. október.
2013-11-04 20.20.33
Sá Kraftwerk í Hörpu 4. nóvember.
30
Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju 30. nóvember
31
Söng á tónleikum í Hásölum 2. og 3. desember.
32
Sá Óvita í Þjóðleikhúsinu 7. desember.
20131214-194806.jpg
Bakaði laufabrauð…
neimanmarcus
…og smákökur fyrir jólin.
33
Árinu lauk svo á jólunum…
34
…Harry Potter maraþoni…
flugeldar
…og sigri í pöbbkvissi (einu sinni sem oftar), þar sem aðalvinningurinn var flugeldapakki. Honum verður skotið upp í kvöld.
bjor
Skál fyrir árinu 2013, krakkar mínir, með von um að árið 2014 verði miklu, miklu, miklu, miklu, miklu betra en árið sem er að kveðja okkur!
og hananú!
Lottóvinningur

Lottóvinningur

Tölur gærkvöldsins voru:
1 – 6 – 15 – 23 – 29 – 36

Röð E er svo sannarlega vinningsröð, með þrjár af þessum tölum.
Vinningsupphæðin er samtals 1.090 krónur.
(Upplýsingar af lotto.is).

20131215-134413.jpg

Sólheimajökull

Sólheimajökull

Göngutúr á Sólheimajökul og um fleiri staði á suðurlandi sunnudaginn 27. október.

Ekki erfið ganga, en þrælskemmtileg.

Það er magnað að fylgjast með náttúrunni að störfum.

Sé smellt á myndina má sjá þær fleiri.

Útsýni af Sólheimajökli.

Lúðraþytur í Þorlákshöfn

Lúðraþytur í Þorlákshöfn

Um síðustu helgi, 4. – 6. október, var landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita haldið í Þorlákshöfn.

Æfingar voru haldnar alla helgina. Afrakstur þeirra kom fram í formi stórtónleika í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar ásamt 200.000 naglbítum, Jónasi Sig. og Ritvélum framtíðarinnar og Fjallabræðrum.

Að loknu partýi eftir tónleikana var farið í hefðbundna næturskrúðgöngu, klukkan hálffjögur um nóttina.

Þorlákshafnarbúum virðist vera mjög vel við lúðrasveitatónlist, því margir þeirra biðu spenntir eftir því að vera vaktir með lúðrablæstri um miðja nótt. Engar kvartanir bárust vegna hávaða. Hins vegar heyrðist af kvörtunum frá fólki sem vaknaði ekki við gönguna. Og sumir buðu jafnvel þátttakendum göngunnar upp á kakó og pönnukökur.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða fleiri myndir.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar.