Browsed by
Category: Pólitík

Meirihlutinn og minnihlutinn

Meirihlutinn og minnihlutinn

Nú eru menn allsstaðar á landinu að mynda meirihluta. Þessar meirihlutamyndanir eru afleiðingar þess að á laugardaginn voru kosnir fulltrúar til að sitja í stjórnum sveitarfélaga.

Dæmi 1: Í Reykjavík voru kosnir 23 borgarfulltrúar. Nú hafa borist fréttir af því að 12 af þeim vilji hugsanlega vinna saman.

Dæmi 2: Í Hafnarfirði voru kosnir 11 bæjarfulltrúar. 6 þeirra hafa samþykkt að vinna saman.

Við (þ.e. við sem mættum á kjörstað á annað borð) vorum að kjósa ákveðinn fjölda fulltrúa til að vinna saman í stjórn viðkomandi sveitarfélags. Við vorum ekki að kjósa þessa 12 eða 6 til að vinna saman og 11 eða 5 til að sitja hjá og firra sig ábyrgð af því að þeir eru í minnihluta.

Það ætti ekki að þurfa að hafa ákveðna meiri- eða minnihluta í sveitarstjórnum. Enga stjórn eða stjórnarandstöðu. Þessir 23 eða 11, eða hver sem fjöldi fulltrúa er, eiga bara að vinna saman. Allir. Til þess voru þau kosin.

Þetta er ekki eins og á alþingi, þar sem meirihluti þess verður að styðja, eða a.m.k. að sætta sig við ríkisstjórnina.

Ég finn a.m.k. ekkert við lauslega yfirferð á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 um að í stjórn sveitarfélags skuli vera fyrirfram skilgreindir meiri- og minnihlutar. Ef einhver getur bent mér á hvar það stendur í lögum skal ég kannski skipta um skoðun.

Svo eru sveitarstjórnarfulltrúar að fjalla um málefni sem þeir eru 90% sammála um. Held ég. Um hin 10 prósentin mega menn svo rífast og komast að einhverju samkomulagi um.

Þannig að:
Vinnið meira saman.
Því það er meira gaman.

Þetta árlega

Þetta árlega

Það er komið að hinum árlega dagskrárlið hér að pirra unga sjálfstæðis- og frjálshyggjumenn og birta upplýsingar úr álagningarseðlinum.

Svona lítur hann út þetta árið:

Gjöld:
Ofgr. staðgr. fjárm.tsk og álag: -2.625

Inneign til útborgunar 30. júní, kr. 2.625

Ég ætla ekki að segja nei við þessum peningum – en líður samt eins og ég hafi verið að svíkja milljónir undan skatti við þessa endurgreiðslu.

Álagningarseðillinn

Álagningarseðillinn

Þá er komið að því að pirra unga sjálfstæðismenn og frjálshyggjupésa og birta upplýsingar úr álagningarseðlinum. Hér eru minn hluti.

Gjöld:
Útsvar og tekjuskattur: -84.720 kr.
Fjármagnstekjuskattur: -3.370 kr.
Samtals: -88.090.

Samtals á ég því inni 88.090 krónur þetta árið hjá skattinum. Sem kemur sér vel á þessum síðustu og verstu tímum, þegar maður er fátækur námsmaður.

Þetta árlega

Þetta árlega

Það er komið að því að pirra unga sjálfstæðismenn – bara af því að það er gaman – og birta upplýsingar úr álagningarseðlinum:

Svona lítur minn hluti út:

Gjöld:
Útsvar, tekjuskattur og álag: 1.642
Ofgr. staðgr.fjárm.tsk og álag: -4.909
Gjald í framkv.sjóð aldraðra: 10.159
Útvarpsgjald: 17.800

Eldri eftirstöðvar:
Þing- og sveitarsjóðsgjöld: 1

Samanlögð skuld er því 24.693 krónur.

17. júní

17. júní

Hvert er þetta þjóðfélag komið þegar það þarf að hrópa „vanhæf ríkisstjórn“ undir þjóðrembingsræðu forsætisráðherra á 17. júní?
Og hvert er þetta þjóðfélag komið þegar það þarf að leggja mótmælendum línurnar um það hvenær má mótmæla og hvenær má ekki mótmæla?

Vill ekki einhver hugsa um börnin!!!???

Það er eitthvað svo rotið og rangt við þetta þjóðfélag.

Og hvað vilja menn fá út úr þessum mótmælum?
Og þá ekki bara þeim sem voru á Austurvelli í dag, heldur líka svipuðum mótmælum sem hafa verið haldin undanfarið eitt til eitt og hálft ár?

Ókei – við viljum losna við núverandi ríkisstjórn. Hún hefur staðið sig illa og á ekki samleið með hinum venjulega Íslendingi.

En hvað svo?

Viljum við eitthvað frekar nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna? Eða einhverja aðra samsetningu af þessum fjórum flokkum?

Fara svo aftur að mótmæla á Austurvelli þegar sú ríkisstjórn er búin að glata vinsældum sínum? Og þannig hjakka í sama farinu endalaust?

Nei. Það þarf eitthvað meira. Það þarf að bylta öllu kerfinu. Ekki bara ríkisstjórninni. Segja öllum opinberum embættismönnum upp störfum. Fá nokkra erlenda sérfræðinga, hvern á sínu sviði, til að sinna störfum ráðherra, þingmanna og forseta Íslands, a.m.k. á meðan verið er að setja saman nýja stjórnarskrá, stokka spilin og gefa þau upp á nýtt. Því ekki geta Íslendingar stjórnað þessu landi sjálfir.

Annars er ég bara nokkuð hress í dag, sko.
Og til hamingju með 17. júní!

Það sem maður gerir á 17. júní.
Það sem maður gerir á 17. júní.