Októberfest
Í kvöld heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Oktoberfest á Enska barnum í Hafnarfirði.
Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.
Leðurhosur, dirndlar, þýskar pylsur, bjór og lúðrasveit er blanda sem getur ekki klikkað.
Tóndæmi: