Browsed by
Category: Tónlist

Stolin stef

Stolin stef

PLÖGG DAGSINS:

stolinstef_stortÍ kvöld heldur Kammerkór Hafnarfjarðar tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, undir yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Tilkynningaskyldan

Tilkynningaskyldan

auglysing6
Í dag, laugardaginn 29. nóvember verða haldnir aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.
Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Mnozil brass á Íslandi

Mnozil brass á Íslandi

Mnozil brass. (Mynd fengin af mnozilbrass.at)
Mnozil brass.
(Mynd fengin af mnozilbrass.at)
Á mánudaginn kemur, 13. október, heldur austurríski málmblásaraseptettinn Mnozil brass tónleika í Háskólabíói.

Hljómsveitin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og tónleikagesta. Sögu hennar má rekja til ársins 1992. Þá spilaði hún nokkrum sinnum á Mnozil-kránni í 1. hverfinu í Vín. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Vín 23. janúar 1993, fyrir framan fámennan hóp vina og kunningja. Á þeim tíma voru hljómsveitarmeðlimir ekki með vinsældir í huga, höfðu ekki í hyggju að öðlast „költ-status“ og enginn bjóst við því að hljómsveitin ætti eftir að ferðast um allan heiminn.

Nú heldur Mnozil brass meira en 120 tónleika á ári víðs vegar um heiminn. Þeir hafa m.a. spilað í Rússlandi, Kína, Taívan og í Royal Albert Hall í London. Þeir hafa gefið út átta geisladiska og sex DVD-diska með tónleikaupptökum. Frá árinu 2000 hafa þeir sett upp næstum því eina tónleikasýningu á ári, samið tónlist við þrjár óperettur og eina kvikmynd.

Í dag er hljómsveitin skipuð trompetleikurunum Tomas Gansch, Robert Rother og Roman Rindberger, bassatrompet- og básúnuleikaranum Leonhard Paul, básúnleikurunum Gerhard Füssl og Zoltan Kiss og túbuleikaranum Wilfred Brandstötter. Allir hafa þeir stundað nám í tónlistarháskólanum í Vín. Samhliða starfi sínu í Mnozil brass sinna þeir tónlistarkennslu og öðrum störfum í tónlistargeiranum.

Mnozil brass spilar afar fjölbreytta tegund tónlistar, frá barrokki til popptónlistar og allt þar á milli, m.a. jazz, kvikmyndatónlist, þjóðlög og marsa, allt í sínum eigin útsetningum. Þrátt fyrir, eða kannski vegna akademísks uppruna finnst hljómsveitarmeðlimum mikilvægt, og jafnvel nauðsynlegt að skemmta sér. Mnozil Brass er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. Húmorinn á tónleikum er allsráðandi. Þeir spila ekki bara á hljóðfæri á tónleikum, heldur syngja þeir stundum, flytja leik- og dansatriði, nota hljóðfærin þá stundum sem leikmuni og eru með almennan fíflagang á sviðinu á meðan þeir spila.

Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíói mánudagskvöldið 13. október og hefjast þeir klukkan 20:00. Það verður vel þess virði að mæta á tónleikana. Þetta verða tónleikar sem allir ættu að geta skemmt sér á – ekki bara lúðrasveitanördar heldur líka venjulegt fólk.

Hægt er að kaupa miða á tónleikana á miði.is.

Að lokum nokkur tóndæmi í boði Youtube:

Alvöru októberfest

Alvöru októberfest

Októberfest
Októberfest

Annað kvöld, föstudaginn 10. október heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega októberfest á Enska barnum í Hafnarfirði. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Polkar, valsar, þýsk þjóðlagatónlist og bjór eins og menn geta í sig látið.

Sérstakir gestir lúðrasveitarinnar verða stelpurnar í Die Jodlerinnen.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 og aðgangur er ókeypis.

Tóndæmi:

Það sem vantar í kosningabaráttuna

Það sem vantar í kosningabaráttuna

er meiri tónlist.
Hvar er til dæmis kjánahrollur eins og frá þessari snilld:

Framsóknarsamba:

Árangur áfram, ekkert stopp:

Það er bara einn flokkur á Íslandi (Samfylking):

T-listalagið:

Sjálfstæðismenn á Ísafirði:

Jólin

Jólin

Gleðileg jól
Til hamingju með jólin!

Hljóða nótt
Lag: Franz Gruber
Texti: Matthías Jochumsson

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Hvílir þjóð þreyttan hvarm,
nema hin bæði sem blessuðu hjá
barninu vaka, með fögnuð á brá.
Hvíldu við blíðmóður barm.

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Hjarðlið, þei, hrind þú sorg:
Ómar frá hæðunum englanna kór:
„Yður er boðaður fögnuður stór:
Frelsari í Betlehemsborg.“

Hljóða nótt. Heilaga nótt!
Jesú kær, jólaljós
leiftrar þér, Guðsbarn, um ljúfasta brá
ljómar nú friður um jörð og um sjá,
himinsins heilaga rós.

(Smelltu til að ná þér í eintak af laginu).

Meira plögg

Meira plögg

jol2013_stort
Hátíð ber að höndum bjarta,
hverfur undan myrkrið svarta,
glaðna tekur guðhrædd þjóð,
geislum lýsist hugarslóð.

Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum mánudaginn 2. desember og þriðjudaginn 3. desember kl. 20.00.

Í þetta sinn flytur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Nánari upplýsingar eru á síðunni www.kammerkor.is.

Tóndæmi: