Eign þvottahúss spítalanna
Eyddi mestöllum gærdeginum inni á fjársveltu ríkisstofnuninni Landspítalanum í Fossvogi, í hálskirtlatöku – á gamals aldri.
Maður finnur það ekki fyrr en af eigin raun hvað starfsmenn þessarar stofnunar leggja sig fram við vinnu sína og þjóna sjúklingum vel þrátt fyrir niðurskurð, fjársvelti, manneklu og lélega stjórnunarhætti hjá æðstu ráðamönnum.