Er bloggið dautt?
Nei. Það er bara í pásu.
Þó að þessi vefur hafi verið óvirkur undanfarnar vikur hef ég samt verið duglegur að tjá mig á öðrum vettvangi; nefnilega á þessum vef, þar sem fluttar eru fréttir af gangi lokaverkefnisins sem ég er að vinna að í skólanum.
Lokaafurð verkefnisins verður vefurinn orðabókin.is, auk greinargerðar um framkvæmd og vinnslu vefsins. Þetta á allt saman að verða tilbúið til afhendingar 16. janúar næstkomandi og verður því í vinnslu þangað til.