Fjallgöngusumarið gert upp
Fjallgöngusumrinu árið 2015 er opinberlega lokið. Rútínan er að fara aftur í gang, skólinn byrjar í næstu viku, frelsinu er lokið og því ekki tími til göngutúra, a.m.k. ekki daglega eins og í sumar. Ég útiloka þó ekki að fara í einn og einn göngutúr í haust eftir því sem tími, veður og færð leyfa.
Tímabilið hófst frekar seint þetta árið, ekki fyrr en 4. maí, því það var vetur fram í miðjan maí. Það mun því hafa staðið yfir í 119 daga. Hér koma nokkrar skemmtilegar tölfræðiupplýsingar, teknar saman með aðstoð Endomondo:
- Samtals urðu gönguferðirnar 78, þar af 74 upp á Helgafell í Hafnarfirði.
- Flestir dagar í röð voru 14, á tímabilinu 20. júlí til 2. ágúst.
- Flestir dagar í röð án fjallgangna voru 10, frá 9.-18. maí.
- Samtals eru 423,57 kílómetrar að baki eftir fjallgöngur sumarsins.
- Og samtals hef ég varið 4 sólarhringum, 18 klukkutímum, 44 mínútum og 46 sekúndum á fjöllum þetta sumarið.