Fluttur
Það er komið að leiðarlokum hér. Ég er hættur að tjá mig á þessum vettvangi. Þessum vef verður þó ekki lokað – hann verður bara fluttur.
Því ég vil áfram eiga möguleika á því að láta rödd mína heyrast á internetinu. Því fer þó fjarri að ég ætli að gerast moggabloggari eða það sem verra er: virkur í athugasemdum. Þið vitið hvaða skoðun ég hef á svoleiðis fólki.
Lénið atlityr.com, verður látið deyja drottni sínum í lok sumarsins, þ.e. í byrjun september næstkomandi. Því það er óþarfi að eiga tvö lén ef maður er ekki fyrirtæki eða stofnun úti í bæ.
Við tekur vefurinn orðabókin.is. Þar má skoða íslensk slangurorð og nýyrði og koma með tillögur og uppástungur að viðbótum.
Svo eru vonandi allir að fylgjast með málfarslögreglunni, bæði á Facebook og Twitter. Því þar eru hlutirnir að gerast.
Mitt persónulega rövl má svo lesa áfram á vefnum atli.odabokin.is.