Furðulegt ferðalag

Furðulegt ferðalag

Jack Lassen
Jack Lassen

Simpson-fjölskyldan fær að mestu leyti að njóta sín ein í 7. þætti 26. þáttaraðar. Bart er þó í aðalhlutverki og Milhouse er aðstoðarmaður hans. Í þættinum eru sagðar tvær sögur sem fléttast saman í lokin.

Einhvernveginn þarf Bart að geta verið í skólanum þó að kennarans mrs. Krabbappel njóti ekki lengur við. (Eins og aðdáendur muna lést leikkonan Marcia Wallace, rödd kennslukonunnar, fyrir rúmlega ári). Og hvernig er það gert? Með því að fá gestaleikara til að tala fyrir nýja kennarann.

Skólastjórar af Springfield-svæðinu hittast á árlegum fundi til að skipta á verstu kennurum hvers skóla. Springfield-grunnskólinn fær Jack Lassen til starfa (leikinn af Willem Dafoe). Það kemur í hlut hans að kenna fjórða bekk, bekknum hans Barts.

Bart hefur undirbúið hrekkjabrögð til að hrekja nýja kennaran í burtu frá skólanum. (Af einhverjum ástæðum er grein um hann á Wiccapediu (Springfield-útgáfunni af Wikipediu)). Krakkarnir komast strax að því að kennarinn er algjör martröð. Milhouse hvetur Bart til að hætta við hrekkinn, en Bart stendur fast á sínu. Hr. Lassen hefnir sín á Bart með því að raka hárið af honum.

Við kvöldmatarborðið hlæja Hómer, Lísa og Maggie að nýju hárgreiðslunni. Marge stendur með Bart og segir að hann muni kætast í útilegunni um verkamannahelgina (labour day weekend). Í ljós kemur að Hómer átti að taka frá tjaldstæði fyrir fjölskylduna með árs fyrirvara en hann gleymdi því. (Kemur á óvart…?) Hómer lofar Marge að bæta fyrir þessi mistök sín. Hann reynir í örvæntingu að finna tjaldstæði á síðustu stundu en allt er uppbókað.

Í skólanum heldur Bart áfram að hrekkja hr. Lassen, sem hefnir sín alltaf á hrekkjunum. Bart er samt staðráðinn í að vinna hrekkjakeppnina. Með því að fela myndavél á kennarastofunni kemst hann að því að Lassen vill gerast vinur mrs. Hoover á Facelook (Springfield-útgáfan af Facebook). Hann stofnar því gerviaðgang á Facelook á nafni mrs. Hoover til að njósna um hagi hr. Lassen.

Þegar Bart og Milhouse eru orðnir vinir hr. Lassens á Facelook komast þeir að því að hann tekur þátt í einhvers konar helgiathöfnum. Athafnirnar tengjast útihátíðinni Blazing Guy, sem haldin er í nokkra daga á ári. Í þetta sinn er Jack „hinn útvaldi“ á hátíðinni og hefur það hlutverk í lokaathöfninni að kveikja í stóru trélíkneski. Svo heppilega vill til að lokakvöld hátíðarinnar er um verkamannahelgina. Bart þarf að fara þangað til að geta niðurlægt hr. Lassen, þannig að útilegu Simpson-fjölskyldunnar er borgið.

Á hátíðinni hittir fjölskyldan ýmsa furðufugla sem allir eru klæddir í búninga eða furðuföt. Lísa hrífst af listrænu, anarkísku hlið hátíðarinnar, Hómer verður hrifinn af bílum sem líta út eins og smákökur og Marge ánetjast tei sem inniheldur skynörvandi vímuefni.

Bart og Milhouse ákveða að bera eldvarnarefni á stóra líkneskið. Þannig getur Lasson ekki kveikt í því og verður niðurlægður fyrir framan fólksfjöldann. Þó að líkneskið sé í miðju tjaldstæðisins tekur enginn eftir uppátæki strákanna nema maður sem er sjónhverfing.

Lokaathöfn hátíðarinnar fer eins og Bart áætlaði: hr. Lassen getur ekki kveikt í líkneskinu. Honum er refsað með því að hann er klæddur í föt. (Annars er hann nakinn og málaður meðan á athöfninni stendur).

Lassen kemst að því að Bart stóð á bakvið hrekkinn og ákveður að kveikja í honum í staðinn. Honum mistekst það. Líkneskið hrynur eftir að Hómer reynir að bjarga Bart, Lassen er settur inn í mannlegt fangelsi í fimm daga og Bart og Milhouse fagna sigrinum.

Skinner og Chalmers komast að niðurlægingu hr. Lassens og segja honum upp störfum í skólanum. Lassen fær loks vinnu sem hentar honum mun betur: sem fangavörður í Springfield-fangelsinu. (Og Sideshow Bob bregður fyrir í lok þáttarins).

Þættir um Bart og hrekkjabrögðuin hans eru sígilt umfjöllunarefni. Maður hefði haldið að búið væri að nota allar hugmyndir að hrekkjabrögðum en svo er greinilega ekki. Hrekkirnir hans verða sífellt þróaðri. (Hvernig komst hann til dæmis inn á kennarastofuna til að fela vefmyndavél?) Og sögur af Bart að hrekkja kennarana eru líka yfirleitt skemmtilegar.

Samt var þetta frekar fyrirsjáanlegur og ófrumlegur þáttur. Við vitum að Bart vinnur allar svona hrekkjakeppnir. Og við vitum að hann hrekur aðstoðarkennara úr starfi að lokum. Og í þessum þætti urðu engar undantekningar.

Þetta var líka einn af furðulegustu þáttum um Simpson-fjölskylduna. (Lýsingin „He’s still funny, but not ha-ha-funny“ á vel við þennan þátt). Á tímabili minnir hann á þáttinn El Viaje Misterioso de Nuestro Homer, sérstaklega þegar fylgst er með ofskynjunum hjá Marge. Handritshöfundarnir hafa verið meðvitaðir um það sjálfir, því að talandi sléttuúlfinum úr áðurnefndum þætti (sem Johnny Cash ljáði rödd sína) bregður fyrir í einni af ofskynjunum hennar.

En þrátt fyrir að þátturinn hafi verið fyrirsjáanlegur og ófrumlegur var hann ekki leiðinlegur. Samt ekki sá besti heldur. Ýmsir skemmtilegir punktar koma fram í honum. Til dæmis:

-Kennarafélagið vann sér inn rétt til að raka hárið af krökkunum í síðasta verkfalli.
-Hómer tæmir sósuskálina og stingur henni í vasann.
-Milhouse stingur hleðslutækinu upp í munninn á Bart til að hlaða símann sinn eftir að Bart fær raflost.
-Milhouse að auglýsa vefslóðina www.nzfilmhere.nz. (Smellið á vefslóðina).
-Willie að stelast í nesti Skinners.
-Mrs. Hoover að lesa bókina To saur with love.
-Bart lítur út eins og Hómer þegar búið er að raka hárið af honum.
-Milhouse: Your’e starting to look like your dad.
Bart: No!
Milhouse: I’m lucky. I look just like my mum.
-Hómer á lendaskýlu að hoppa yfir klofháa kaktusa.
-Marge (við Hómer): You always save me, trombone elephant.

Comments are closed.