Hvað var það sem þú sást í honum?
Í september var haldin Magga-Eiríks-lagakeppni á Rás tvö, í tilefni 70 ára afmælis Magnúsar Eiríkssonar.
Ég ákvað að taka þátt í keppninni og dustaði rykið af gamalli upptöku, sem ég átti frá árinu 2011.
Lagið heitir Hvað var það sem þú sást í honum, og er þekktast í flutningi Baggalúts. Það tók þátt í Laugardagslögunum árið 2008, sem var forkeppni Íslands fyrir Júróvísjón-söngvakeppnina.
Lagið komst ekki í tíu laga úrslit í keppninni. Engu að síður hefur það verið spilað a.m.k. einu sinni á Rás tvö – í þættinum Langspili, 1. október. (Það byrjar á 1:48:54)
Hér fyrir neðan má líka hlusta á það: