Kosningarétturinn

Kosningarétturinn

kosningarettur

Í dag er því fagnað að íslenskar konur hafa haft kosningarétt og kjörgengi til alþingis í 100 ár. Áður höfðu þær þó haft takmarkaðan kosningarétt til sveitastjórna og safnaðarstjórna frá árinu 1882.

En það voru ekki bara konur sem fengu kosningarétt á þessum degi fyrir 100 árum. Raunar voru það bara konur 40 ára og eldri, en líka vinnumenn á sama aldri, auk þess sem krafa um útsvarsgreiðslu var afnumin. Það var ekki fyrr en 1920 sem þessir hópar fengu kosningarétt við 25 ára aldur, til jafns við „venjulega“ karla.

Áður hafði kosningarétturinn aðeins náð til sjálfráða karlmanna 25 ára og eldri sem áttu eignir en engar skuldir.

Gleymum því ekki.

Til hamingju með daginn.
Áfram jafnrétti!

Sjá nánar á:
Vísindavefurinn: Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?
Kosningaréttur 100 ára: Kosningaréttur fyrir konur
Kosningaréttur 100 ára: Kosningaréttur fyrir karla
Kvennasögusafnið: Kosningaréttur kvenna
Wikipedia: Kosningaréttur kvenna

Comments are closed.