Ljóð dagsins

Ljóð dagsins

Sumardagurinn frysti

Menn elta sífelt ólar
við öfl sem landið hrista:
Enginn sá til sólar
á sumardaginn frysta.

Í veðri alveg óðu
átti að halda daginn.
Fánar stífir stóðu
á stöngum víða um bæinn.

Skrúðgöngurnar skröltu
skjálfandi um stræti,
í halarófu töltu
og reyndu að sýna kæti.

Mjóir menn og feitir
marga hlutu gusu.
Léku lúðrasveitir
lög sem úti frusu.

–Þórarinn Eldjárn

Comments are closed.