Lúðraþytur í Þorlákshöfn
Um síðustu helgi, 4. – 6. október, var landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita haldið í Þorlákshöfn.
Æfingar voru haldnar alla helgina. Afrakstur þeirra kom fram í formi stórtónleika í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar ásamt 200.000 naglbítum, Jónasi Sig. og Ritvélum framtíðarinnar og Fjallabræðrum.
Að loknu partýi eftir tónleikana var farið í hefðbundna næturskrúðgöngu, klukkan hálffjögur um nóttina.
Þorlákshafnarbúum virðist vera mjög vel við lúðrasveitatónlist, því margir þeirra biðu spenntir eftir því að vera vaktir með lúðrablæstri um miðja nótt. Engar kvartanir bárust vegna hávaða. Hins vegar heyrðist af kvörtunum frá fólki sem vaknaði ekki við gönguna. Og sumir buðu jafnvel þátttakendum göngunnar upp á kakó og pönnukökur.
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða fleiri myndir.