Menningarbræðingur 2015

Menningarbræðingur 2015

Auglýsing fyrir Menningarbræðing 2015Nemar í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands blása til ráðstefnu á morgun, föstudaginn 6. nóvember.

Þar munu áheyrendur bráðna fyrir stuttum og snjöllum erindum um margvísleg menningarmál.

Fyrirlesarar koma úr öllum áttum með mismunandi veganesti af sviði menningar og lista. Hvert erindi tekur 5 mínútur í flutningi. Hægt er að líta við til að hlusta á valin erindi af vandaðri dagskrá og fá sér kaffibolla og kannski kleinu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Á dagskránni eru m.a. erindi um tónlist fyrir fagott, bókasöfn Lundúnaborgar, matjurtarækt, listaverk í Flateyjarkirkju, sjóferð og sjálfsmynd Magnúsar Stephensen, ólöglegt niðurhal og eskimóa.

Dagskrá málþingsins má nálgast á vef námsleiðarinnar.

Comments are closed.