Morgungöngutúr 4

Morgungöngutúr 4

Í morgun var fetað í fótspor nóbelsskáldsins og farið á Grímannsfell. Halldór karlinn hafði það í bakgarðinum hjá sér á Gljúfrasteini og mun hafa gengið upp á það nokkrum sinnum.
Við fyrstu sýn virðist það vera frekar aumingjalegt og lítið, en það leynir á sér. Þetta er svona fjall sem maður heldur að maður sé kominn á toppinn eftir fyrstu brekkuna, en þá tekur við önnur brekka. Og önnur, og önnur og önnur…
Ekki erfið ganga, en rokið, norðanáttin og fimm stiga frostið höfðu sitt að segja.

Dagur 4: Grímannsfell.
Vegalengd: 4,50 km.
Tími: 1 klst. 48 mín. 39 sek.
Hæð: 438 m
Hækkun: 353 m

Grímannsfell
Grímannsfell

Comments are closed.