Morgungöngutúr 5

Morgungöngutúr 5

„Af hverju er ég að þessu? Hvað er eiginlega að mér? Að vakna klukkan fimm á morgnana til að fara í fjallgöngu?“ er ég búinn að hugsa alla morgna í þessari viku.
En þetta er gríðarlega gott, sérstaklega eftir á. Að koma blóðinu á hreyfingu og fara ferskur inn í daginn.

Fimmti og síðasti morgungöngutúrinn í þessari lotu var upp á Úlfarsfell í Grafarholti/Mosfellsbæ.
Það er nú létt verk og löðurmannlegt.

Dagur 5: Úlfarfsell.
Vegalengd: 3,93 km.
Tími: 1 klst. 13 mín. 53 sek.
Hæð: 309 m
Hækkun: 199 m

Úlfarsfell
Úlfarsfell

Comments are closed.