Myndaannállinn 2018

Myndaannállinn 2018

Ég man næstum því ekki eftir neinu sem hefur verið í fréttum á þessu ári.

Eins hjá flestum Íslendingum nær fréttaminni mitt ekki lengra en tvo mánuði aftur í tímann. Þannig að lykilatriði ársins eru:

Sigmundur Davíð og aðdáendur fóru á afdrifaríkt fylleríi. Aðdáendaklúbbur hans gerir sér ekki grein fyrir því að þeirra er ekki óskað lengur. Stjórnvöld í Reykjavík byggðu allt of dýran bragga. Dýr afmælisveisla á Þingvöllum. Þingmenn senda þjóðinni reikning vegna bílferða. Flugfélög fóru á hausinn. Hópuppsagnir. Stéttaskipting. Túristabransinn að hrynja. Ný kreppa í uppsiglingu, allt íslensku krónunni að þakka. Ísland – bezt í heimi!

Leiðinlegir, gamlir, frekir, hræddir sjötugir og eldri karlar (á öllum aldri, af öllum kynjum) sem óttast breytingar og vilja hafa landið sem mest einangrað frá umheiminum ráða of miklu á landinu. Svona viljum við hafa það. Ekkert vesen og allt í góðu lagi. Þetta var tvöþúsundogátján.

En ég ætla ekki út í frekari pólitíska umræðu. Læt misvitrum Moggabloggurum og virkum í athugasemdum það eftir.

Fyrir mig hefur þetta verið ágætt ár. Heilsan hefur verið í góðu lagi, sem maður má þakka fyrir, kominn á þennan aldur. Það hefur verið nóg að gera hjá mér. Ég skoðaði heiminn og kom á marga staði sem ég hafði aldrei komið til áður. Ég nýtti mér minn skerf af góðærinu, svona rétt áður en það leið undir lok.

Til að skoða árið betur er kominn tími til líta á nokkrar myndir. Það er þess virði að halda þessum vef úti bara fyrir þennan árlega myndaannál. Svona var árið 2018 í myndum:

Það hófst í Borgarnesi, eins og síðustu 20-30 ár á undan.

Flugeldar
Áramótaflugeldar í Borgarnesi.

Skoðaði gervitungl á Háskólatorgi. Fékk líka að halda á því. Þetta er líklega dýrasti hlutur sem ég hef handleikið.

Gervitungl á Háskólatorgi. Rósalind skoðar það líka.

Spilaði Trivial.

Trivial Pursuit
Trivial.

Sá vélmenni á UT-messunni í Hörpu.

Vélmenni
Vélmenni

Mætti á ættarþorrablót ásamt þessum (og fleira fólki sem er ekki á myndinni).

Þjóðbúningar
Á þorrablóti Syðra-Lónsættar 3. febrúar.

Hélt upp á öskudaginn.

Með Drakúla-grímu á öskudaginn.

Gekk upp á Helgafell. Mun hafa komið á toppinn sextíuogþrisvar sinnum á árinu, frá 24. mars til 26. desember.

Helgafell
Á Helgafelli 24. mars.

Spilaði á tónleikum með þessu fólki.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju
Lúðrasveit Hafnarfjarðar eftir tónleika í Víðistaðakirkju 21. apríl.

Söng á tónleikum í Skálholtskirkju.

Skálholtskirkja
Skálholtskirkja

Fór með þessu fólki til Barcelona…

Kammerkór Hafnarfjarðar í Santa Maria del Pi
Undirritaður og Kammerkór Hafnarfjarðar eftir tónleika í Santa Maria del Pi, í Barcelona.

… Söng þarna…

Sagrada Familia
Sagrada Familia í Barceolona.

…skoðaði Montserrat…

Montserrat
Montserrat

…heilsaði upp á Svörtu Maríu…

Svarta María í Montserrat
Svarta María í Montserrat.

…og naut útsýnis yfir Barcelóna.

Sjálfa í Barcelona.
Undirritaður með hluta af Barcelona í baksýn.

Frá Barcelona lá leiðin til Parísar. Skoðaði Eiffelturninn…

Hjá Eiffelturninum
Á Champ de Mars með Eiffelturninn í baksýn.

…sá Mónu Lísu á Louvre-safninu…

Mona Lisa
Mona Lisa

…skoðaði Notre Dame-kirkjuna…

Notre Dame í París.
Notre Dame í París.

…fór upp í Sigurbogann…

Sigurboginn í París
Sigurboginn í París.

…og naut útsýnis yfir París.

Sjálfa í París
Uppi í Sigurboganum, með París í baksýn.

Fór frá París til London:

Turnbrúin í London
Að benda á Turnbrúna í London.

Keypti fjólubláan plasttrompet…

Fjólublár plasttrompet
Fjólublár plasttrompet.

…sá Bat out of hell

Bat out of hell
Á mótorhjóli í Dominion Theatre í London.

Harry Potter og bölvun barnsins

Fyrir utan Palace Theatre í London.
Fyrir utan Palace Theatre í London.

…og Vesalingana.

Vesalingarnir í Queen's Theatre í London.
Vesalingarnir í Queen’s Theatre í London.

Skoðaði sirkustjaldið í Reykjavík. Þó bara að utan – ekki að innan.

Sirkustjald í Reykjavík.
Sirkustjald í Reykjavík.

Heimsótti geitur á Háafelli.

Geit á Háafelli
Geit á Háafelli.

Fór í spa í Borgarfirði.

Krauma spa í Borgarfirði.
Jarðhitaböðin í Kraumu í Borgarfirði.

Sá Hringadróttinssögu í Hörpu.

Hringadróttinssaga - Tveggja turna tal.
Hringadróttinssaga – Tveggja turna tal.

Hélt upp á stóra 4-0 afmælið í München.

Í Augustiner-bjórgarðinum í München.
Í Augustiner-bjórgarðinum í München.

Heimsótti Augustiner-bjórgarðinn:

Augustiner-garðurinn.
Systkinin sæl og glöð í Gústa.

Skoðaði dýragarðinn í München…

Ljón
Ljón í dýragarðinum í München.

…fór upp í Ólympíuturninn…

Uppi í Ólympíuturninum í München.
Uppi í Ólympíuturninum með Ólympíuþorpið og nágrenni í baksýn.

…heimsótti Bavaria Filmstadt…

Das Boot
Líkanið af kafbátnum úr Das Boot.

…og kannaði slóðir Lúðvíks II. konungs af Bæjaralandi.

Neuschwanstein-kastali.
Neuschwanstein, kastalinn hans Lúlla kóngs.

Spilaði á nokkrum októberfestum á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Októberfest
Á einu af októberfestum haustsins. Þetta er nú engin maß-krús. Og þetta er nú enginn Gústi.

Djammaði með vinnufélögum.

Starfsfólk MarkSam HÍ á góðri stundu.
Starfsfólk MarkSam HÍ á góðri stundu.

Skoðaði hafpylsuna á Reykjavíkurtjörn.

Hafpylsan á Reykjavíkurtjörn og Ráðhúsið.
Hafpylsan á Reykjavíkurtjörn og Ráðhúsið.

Fór á WebSummit, risastóra vefráðstefnu í Lissabon…

Websummit 2018
Tim Berners Lee, höfundur internetsins eins og við þekkjum það, heldur ræðu.

…með þessu fólki.

Í Lissabon
Hlín, Bryndís og Sigfús í Lissabon.

Keypti nýja tölvu. Það er þá staðfest: Næsta hrun verður mér að kenna. Þess vegna gef ég leyfi fyrir því að láta tjarga mig og fiðra þegar þar að kemur.

Ny tölva
Ný tölva.

Fór á jólatónleika Baggalúts í Háskólabíói.

Baggalútur
Baggalútur á jólatónleikum í Háskólabíói.

Söng í Hörpu.

Harpa.
Harpa í íslensku fánalitunum á 100 ára afmæli fullveldisins.

Skoðaði jólaköttinn í miðbæ Reykjavíkur.

Jólakötturinn
Þið kannist við jólaköttinn.

Mótmælti á Austurvelli.

Mótmæli á Austurvelli
Þetta alþingi er áfall.

Skoðaði alþingishúsið.

Alþingi
Forsetastóllinn í alþingishúsinu

Hélt upp á jól og hækkandi sólargang í lok ársins.

Jólatré
Jólakötturinn við jólatréð.

Og nokkurn veginn þannig lýkur árinu.

Ég þakka öllum hlutaðeigandi fyrir samskipti og samveru á árinu, með von um að 2019 verði miklu betra og skemmtilegra. Megi nýja árið færa ykkur fullt af allskonar.

Comments are closed.