Myndaannállinn 2019

Myndaannállinn 2019

Það er þess virði að halda úti þessum vef þó ekki sé nema bara vegna hins árlega myndaannáls.

Ég man ekkert hvað hefur verið í fréttum á árinu. Það er því ekki tilefni til að vera með vangaveltur um þjóðfélags- eða dægurmálaumræðu. Enda er þetta ekki vettvangur fíflagangs. Þið getið fengið nóg af svoleiðis á fréttamiðlum og í umræðum meðal virkra í athugasemdum.

Fyrir mig hefur þetta verið ágætis ár. Ferðalög innanlands og utan komu við sögu. Þetta var ár breytinga. Þetta var ár nýrra verkefna. Þetta var ár tækifæra. Þetta var ár áskorana. Þetta var ár flutninga. En byrjum á byrjuninni.

Árið hófst í Borgarnesi, á sama stað og því síðasta lauk, eins og árin á undan.

Flugeldar um áramót
Flugeldar og svifryksmengun yfir Borgarnesi.

Hélt áfram að vinna í Háskólanum. Varð fastráðinn þar í mars/apríl.

Loftið og gluggarnir í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Listræn mynd af Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Fór niður í Raufarhólshelli.

Raufarhólshellir
Niðri í dimmum Raufarhólshelli.

Mætti á ættarþorrablót, samkvæmt venju.

Ættarþorrablótið 2019
Stuð á þorrablóti Syðra-Lónsættar

Fór á UT-messuna í Hörpu. Sá risaeðlu.

Risaeðla á göngum Hörpu
Risaeðla mynduð í bak og fyrir

Og skoðaði tunglið.

Tunglið í Hörpu
Tunglið

Spilaði með Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Pollapönki og Kór Öldutúnsskóla á tónleikum.

Kór Öldutúnsskóla, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Pollapönk hita upp.
Kór Öldutúnsskóla, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Pollapönk

Gekk reglulega upp á Helgafell. Mun hafa komið á toppinn sjötíuogtvisvar sinnum á árinu.

Uppi á Helgafelli
Yðar einlægur á toppi Helgafells.

Sá Jesus Christ Superstar í Hörpu um páskana.

Jesus Christ Superstar í Hörpu.
Biblían – The Musical.

Fór í Costco í fyrsta sinn.

Costco í Garðabæ
Kaupfélag Garðabæjar

Eignaðist svona tímabundinn nágranna á vordögum.

Þröstur og ungar í hreiðri
Þröstur minn góður…

Fór út í Viðey.

Viðeyjarstofa
Viðeyjarstofa

Fór með þessu fólki til Münchenar og Ítalíu.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Drakk bjór í Augustiner-bjórgarðinum.

Augustiner bjór.
Augustiner bjór. Það þarf ekkert meira.

Kom við í Innsbruck

Í Innsbruck
Í Innsbruck.

Sigldi á Garda-vatninu.

Sigling á Garda-vatninu.
Á Garda-vatninu.

Fór til Feneyja.

Í þröngu húsasundi í Feneyjum.
Í einu af þröngum húsasundum í Feneyjum.

Kom við í Mílanó.

Atli. Dómkirkjan í Mílanó í bakgrunni.
Fyrir utan dómkirkjuna í Mílanó

Fór í innanlandsflug í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Fékk samt ekkert flugviskubit. Síðast var það til Ísafjarðar. Í þetta sinn var það líka til Ísafjarðar.

Ísafjörður
Ísafjörður

Heimsótti Gamla bakaríið.

Ford fyrir utan Gamla bakaríið á Ísafirði
Ford fyrir utan Gamla bakaríið

Fór á tvær bæjarhátíðir á Vestfjörðum.

Dýrafjarðardagar á Þingeyri. Jói Pé og Króli trylla lýðinn.
Dýrafjarðardagar á Þingeyri. Jói Pé og Króli trylla lýðinn.
Markaðsdagar á Bolungarvík
Markaðsdagar á Bolungarvík

Fór upp á Bolafjall. Tvisvar sinnum. Í annað skiptið í þoku, í hinu í sólskini og fögru útsýni.

Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
Ratsjárstöðin á Bolafjalli
Ísafjarðardjúp, séð frá Bolafjalli.
Stórkostlegt útsýni yfir Djúpið frá Bolafjalli.

Fór í bíó á Ísafirði.

Ísafjarðarbíó
Ísafjarðarbíó

Borðaði á Tjöruhúsinu.

Tjöruhúsið á Ísafirði
Tjöruhúsið á Ísafirði

Frá Ísafirði lá leiðin norður. Stoppaði í Brynjuís á Akureyri

Ísbúðin Brynja á Akureyri
Brynjuís. Nauðsynlegur áfangastaður fyrir túrista á Akureyri.

Stoppaði á Húsavík.

Húsavík
Hafnarsvæðið á Húsavík

Kom við í Ásbyrgi.

Ásbyrgi
Ásbyrgi

Gisti á Syðra-Lóni.

Syðra-Lón á Langanesi
Syðra-Lón á Langanesi

Tíndi dún í æðarvarpinu á Syðra-Lóni.

Æðarkolla á hreiðri
Æðarkolla á hreiðri.
Æðarungar
Litlu sætu æðarungarnir.

Fór út á Font á Langanesi.

Fontur á Langanesi.
Fontur. Lengra verður ekki komist á Íslandi.

Fór út að Skálum.

Húsarústir að Skálum á Langanesi.
Skálar. Eitt sinn blómlegt fiskiþorp. Nú húsarústir sem bíða þess að verða veðri og vindum að bráð.

Skoðaði hesta á Syðra-Lóni

Hestar
Hestar á Syðra-Lóni.

Skoðaði gamla bæinn að Bustarfelli

Bustarfell í Vopnafirði
Bustarfell í Vopnafirði.

Kynnti mér skemmtanalífið á Þórshöfn.

Báran á Þórshöfn.
Báran á Þórsöfn

Fór upp í Reykholt.

Reykholtskirkja í Borgarfirði
Reykholtskirkja

Fór í bað í Kraumu.

Krauma spa í Borgarfirði
Krauma í Borgarfirði.

Heimsótti álverið í Straumsvík. Og spilaði þar líka.

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík

Fór í jazzgöngu í Reykjavík

Skrúðganga í Reykjavík. Café París í bakgrunni.
Jazzganga í tilefni Jazzhátíðar í Reykjavík.

Gerðist stundakennari við Háskóla Íslands og kenndi u.þ.b. hálft námskeið. Eitthvað sem ég sá aldrei fyrir mér að gera í upphafi ársins.

Fyrsti kennslutíminn.
Fyrsti kennslutíminn.

Fór í vinnuferð á Laugarvatn.

Laugarvatn
Laugarvatn

Ákvað að gerast þræll banka og lífeyrissjóða um ókomin ár og keypti íbúð. Í miðbæ Hafnarfjarðar.

Lyklar
Lyklarnir afhentir 25. september.
Strandgata 31-33, Hafnarfirði
101 Hafnarfjörður. Strandgata 31-33.

Spilaði á nokkrum októberfestum.

Októberfest á fjörukránni
Ein Prosit.

Heimsótti Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði að kvöldi.
Jólaþorpið

Hélt upp á jól og hækkandi sólargang undir lok ársins.

Jólin.

Og þannig var nú það. Fleira markvert hefur svo sem gerst á árinu. En myndavélin hefur oft gleymst, ýmist heima eða í vasanum, og þess vegna eru sumir atburðir ekki skráðir hér.

Munið að lokum að þið þurfið ekki að kaupa flugelda til að styðja björgunarsveitirnar. Til dæmis má kaupa Rótarskot eða gerast Bakvörður. En gangið hægt um gleðinnar dyr á gamlárskvöld.

Takk fyrir samskipti og samveru á árinu 2019. Með von um að árið 2020 verði ennþá betra og skemmtilegra.

Comments are closed.