Myndaannállinn 2022
Hvað segiði? 2022 bara að klárast?
Þetta hefur nú verið meira árið! Ekkert slæmt ár, en heldur ekkert gott, svona í stóra samhenginu.
Stríð í Úkraínu. Jarðskjálftar. Eldgos sem var búið áður en það byrjaði. Hatrið allsráðandi. Kynþáttahatur. Útlendingahatur. Hatur gegn hinsegin fólki.
Pælið í því að vera svo fastur inni í sínum þrönga kassa að geta ekki unnt öðrum þess að lifa lífi sínu eins og þau kjósa það sjálf.
Og pælið í Íslendingum að vera með útlendingahatur!
Í heiminum búa rúmlega 8 milljarðar (8.000.000.000). Um það bil 380.000 þeirra eru Íslendingar. Við erum um 0,000047% af jarðarbúum. Sem þýðir að ef þú ert Íslendingur og velur manneskju af handahófi einhversstaðar úr heiminum eru u.þ.b. 99,999953% líkur á að þú sért útlendingur í hennar augum. Íslendingum fer því ekkert vel að vera með þetta útlendingahatur. Né nokkrum öðrum heldur, ef út í það er farið.
Takið þessar hugsanir með inn í nýja árið og leyfið fólki bara að vera það sem það er, á meðan það skaðar ekki aðra!
Og hvað meira?
Wannabe-hryðjuverkamenn handteknir á Íslandi. Er það ekki bara afsökun fyrir lögguna til að fá að ganga um með byssur? Nú á hún a.m.k. að fá að ganga með rafbyssur. Eða rafvarnarvopn? (Er það orð? Það er það núna! Note to self: Bæta þessu orði við Orðabókina).
Já, og svo bæjarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn allsstaðar!!!??? Eruði ekki að grínast???
Að öðru leyti man ég ekkert hvað gerðist á þessu ári. Því ég fylgist ekkert með fréttum. Því ég þoli ekki þjóðmála- og dægurmálaumræðu. Ég man varla hvað ég gerði sjálfur á þessu ári. En er búinn að fara yfir myndir sem ég tók á árinu. Það hjálpar mér að rifja upp hvað ég gerði.
Einhvernveginn svona var árið 2022 hjá mér:
Það byrjaði á sama stað og hið fyrra endaði: Í Hafnarfirði.
Tók nokkra sundspretti í Suðurbæjarlauginni. Reyndar líka í Vesturbæjarlauginni í Reykjavik, en tók ekki mynd af henni.
Fór aftur að vinna heima vegna samkomutakmarkana og veiru.
Fór að rifja upp fingrasetningu á trompetinn þegar samkomutakmörkunum lauk.
Mætti aftur til starfa í Háskólanum þegar samkomutakmarkanir voru blásnar af.
Sá forsetabílinn.
Kom í fyrsta sinn upp á Grillið á (fyrrverandi) Hótel Sögu.
Sá Jesus Christ Superstar í Hörpu.
Fór í vinnuferð til Portland, Oregon, með þessu fólki:
Og smá meira frá Portland:
Elti hvítu kanínuna:
Drupal-ráðstefnan:
Ráðstefnumiðstöð Oregon. Eða, bara hluti af henni:
En náðum samt alveg líka að kynna okkur skemmtanalífið í Portland. Á hótelbarnum var t.d. hægt að fá íslenskt brennivín:
Spilaði með þessu fólki:
Þurfti að leita á Bráðamóttökuna í Fossvogi á vordögum vegna gamalla hnémeiðsla. Þau hafa þó að mestu leyti gengið til baka þegar þetta er ritað.
Skoðaði miðbæ Selfoss…
… og hellana á Hellu ásamt starfsfólki HÍ
Kom nokkrum sinnum upp á Betri stofuna í turninum í Firði þetta sumar:
Fór með þessu fólki í ferðalag um Borgarfjörð:
Vaknaði fyrir allar aldir 17. júní þetta ár, og fór með lúðurinn upp á Hamarinn:
Mætti reglulega í partýtjaldið í miðbæ Hafnarfjarðar, á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar, þetta sumar:
Fékk mér hjól og fór að hjóla.
Sá Sigga Hlö í Tjaldinu:
Komst nokkrum sinnum upp á Helgafellið í Hafnarfirði, þrátt fyrir alvarleg hnémeiðsli þetta sumarið. Mun bara hafa komið þangað þrisvar sinnum þetta árið. Það verður þó auðvelt að toppa það á næsta ári.
Helgafellið mitt:
Þessi hreiðraði um sig hjá mér í sumar. Ég sakna hennar smá. Vona að hún (eða einhver afkomandi hennar) komi aftur til mín næsta sumar:
Sá Hringadróttinssögu í Hörpu.
Veiran skæða náði mér um miðjan ágúst. Í fyrsta sinn, svo vitað sé. Einmitt þegar það var ekki í tísku lengur. En slapp þó vel frá henni.
Fór til Bad Orb í Þýskalandi í september, ásamt þessu fólki. Vona að ég fái að koma með aftur næst þegar þau fara:
Með Kärrners-bjór í Bad Orb.
Hluti af trompetdeildinni, misvel á sig komin.
Lúðrasveitamót í Bad Orb. (Má maður kalla annað lúðrasveitafólk en sitt eigið lúðrasveitanörda?)
En náðum samt alveg líka að skemmta okkur og drekka smá bjór, þrátt fyrir mikið spil.
Söng með þessu fólki:
Fór á Selfoss með þessu sama fólki:
Fleiri kórfélagar og fylgihlutir á Selfossi.
Mætti á árshátíð Háskóla Íslands, eftir þriggja ára hlé.
Spilaði á nokkrum októberfestum.
Fór til Akureyrar í byrjun nóvember
Spilaði á tónleikum í Hofi, Akureyri.
Spilaði meira. Hér er ein af tónleikum í Víðistaðakirkju:
Fór í viðtal hjá RÚV um orð ársins. Það er samt ekki búið að flytja viðtalið ennþá, þegar þetta er ritað.
Tók bassatrommusóló á tónleikum með þessu fólki
Bjó til laufabrauð
Fór á jólatónleika Baggalúts
Borðaði skötu á Þorláksmessu
Reyndi að halda upp á hækkandi sólargang núna í lok ársins. Nennti þessum jólum samt engan veginn. Finnst seinnipartur desember sífellt verri og verri eftir því sem ég eldist.
Er að verða meiri og meiri Grinch með hverju árinu sem líður.
Og svo eru það allar bjórmyndirnar sem ég tók. Það lætur mig líta illa út að birta þær allar. En hér er ein:
Skál fyrir 2023!
Og svona endar þetta ár.
Hafið það gott um áramótin. Gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið allt sem ég mundi gera!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég ætla ekki að jinxa þetta og segja að ég sé svo mikið tilbúinn í 2023. Því það er bara ávísun upp á að næsta ár verði ömurlegt.
Takk fyrir samskipti og samveru á árinu 2022, hversu mikil eða lítil sem þau voru. Megi 23 færa okkur miklu meiri gleði, hamingju og samveru (og þá meina ég samveru í raunveruleikanum, en ekki rafræn samskipti) heldur en þetta ár.