Myndaannállinn 2023

Myndaannállinn 2023

2023 er senn liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Kannski því miður? En kannski sem betur fer? Hvernig var svo þetta ár, svona í stóra samhenginu?

Jarðskjálftar. Eldgos. Meiri jarðskjálftar. Meira eldgos. Grindavík ónýt. Allir þessir jarðskjálftar og svo bara tvö lítil og aumingjaleg eldgos! Mér finnst ég hafa verið svikinn. Að upplifa alla þessa jarðskjálfta til einskis!

Stríð. Þjóðernishreinsanir – og enginn sem vald hefur gerir neitt í því! Útlendingahatur á Íslandi. Fólk sem er ekki nógu hvítt fyrir Ísland sent út á götuna. Eða til útlanda út í dauðann. Eða handtekið fyrir að vera of hörundsdökkt.

Verkföll, ef ég man rétt. Spilltir pólitíkusar. Vanhæf ríkisstjórn. Ónýt ríkisstjórn. Stýrivaxtahækkanir. Ónýtur gjaldmiðill og endalaust dýrt að lifa á Íslandi. Hvenær fáum við evru á Íslandi? Nei… bara djók. Það má ekki tala um það. Því svona viljum við hafa það.

Að öðru leyti man ég ekki, frekar en venjulega, hvað hefur verið í fréttum á árinu. Og við skulum ekkert vera að rifja upp fréttatengd málefni. Er það ekki bara ávísun upp á fýlu og þunglyndi?

En þrátt fyrir allt hefur þetta verið ágætis ár fyrir mig. Ég gerði mér engar vonir í upphafi. Kannski það hafi haft eitthvað að segja?

Rifjum nú upp hvernig þetta var hjá mér, a.m.k. út frá nokkrum myndum og myndböndum sem ég tók á árinu.

Það hófst á sama stað og því síðasta lauk: Í Hafnarfirði.

Flugeldar í Birkibergi í Hafnarfirði
Flugeldar og svifriksmengun í Birkibergi.

Djammaði með Gylfa Ægis.

Við Ægissynir á Ölhúsinu, einu sinni sem oftar þetta árið.

Lífið fór smám saman að færast í eðlilegt horf eftir Covid-smit og samkomutakmarkanir undanfarinna ára. Mætti loksins aftur á Þorrablót Syðra-Lónsætttar.

Þorrablótsnefndin 2021-2023 (eða hluti af henni): Herborg, Aldís Eva og Atli.

Tók nokkra sundspretti í Vesturbæjarlauginni.

Vesturbæjarlaug 8. febrúar. Eitt af merkjum um að þú búir á Íslandi: Það þykir eðlilegt og sjálfsagt að fara í sund úti í stormi og hríðarbyl.

Mætti á og tók þátt í Háskóladeginum.

Grágás, lukkudýr laganema við HÍ.
Grágás, lukkudýr laganema við HÍ, til sýnis á háskóladeginum 4. mars.

Spilaði með þessu fólki í Hörpu:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir tónleika í Norðurljósum, Hörpu, 13. mars 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir tónleika í Norðurljósum, Hörpu, 13. mars.

Sá Mugison á tónleikum.

Mugison á tónleikum í hátíðarsal Háskóla Íslands 24. mars 2023.
Mugison á tónleikum í hátíðarsal Háskóla Íslands 24. mars.

Hitti Guðna okkar á öðrum tónleikum.

Við Guðni forseti á tónleikum Lúðrasveitar Verkalýðsins
Við Guðni forseti á tónleikum Lúðrasveitar Verkalýðsins í Hörpu 26. mars.

Labbaði nokkrum sinnum upp á Helgafell. Mun hafa komið á toppinn 18 sinnum þetta sumarið.

Yðar einlægur uppi á Helgafelli.
Yðar einlægur uppi á Helgafelli í fyrsta sinn á þessu ári, 6. apríl.

Fékk ekki páskaegg um páskana, heldur bara súkkulaði. Og nóg af því! Því ég nenni ekki öllu þessu hlaupi og lakkrís sem er inni í páskaeggjum núna.

Súkkulaði og málsháttabók.
Ósamsett IKEA-páskaegg: Súkkulaði og málsháttabók.

Spilaði í skrúðgöngu í fullum fjólubláum skrúða á sumardaginn fyrsta.

Í skrúðgöngu í Hafnarfirði á sumardaginn fyrsta.
Í skrúðgöngu í Hafnarfirði á sumardaginn fyrsta.

En þetta var stutt sumar, því það kom eiginlega strax vetur aftur!

Ísland, ertu ekki að grínast??? Þessi mynd er frá 27. apríl! Ekki febrúar, heldur apríl!!!

Sá Valdimar í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Valdimar í Bæjarbói 30. apríl 2023.
Valdimar í Bæjarbói 30. apríl.

Fór í jarðfræðiferð um Reykjanes ásamt starfsfólki í stjórnsýslu Háskóla Íslands, undir leiðsögn Ármanns Höskuldssonar.

Yðar einlægur að spila á píanó úti ár Reykjanestá, þau sömu og voru notuð í Júróvísjón-myndinni.
Yðar einlægur að spila á píanó úti ár Reykjanestá, þau sömu og voru notuð í Júróvísjón-myndinni.

Lærði ýmislegt skemmtilegt og áhugavert um Ísland og Reykjanes í þessu ferðalagi. Tvö myndbönd, tekin í Eldvörpum:

Næsta eldgos á Reykjanesi að mati jarðfræðings.
Á landamærum Evrópu og Ameríku!

Hélt bíllausa lífstílnum áfram:

Bíllausi lífstíllinn að gefa!

Komst upp í 3000 kílómetra…

3000 kílómetrar hjólaðir 7. ágúst 2023.
3000 kílómetrar hjólaðir 7. ágúst.

… og 4000 kílómetra.

4000 hjólaðir kílómetrar 3. október 2023.
4000 kílómetrar hjólaðir 3. október.

Fór upp í bústað við Geysi um hvítasunnuhelgina.

Sumarbústaður við Geysi, séður frá trampólíninu.
Sumarbústaður við Geysi, séður frá trampólíninu, eina góðviðrisdaginn þá vikuna.

Skoðaði Friðheima

Tómatabjór í Friðheimum
Tómatabjór í Friðheimum.

Þessi kvaddi á árinu:

Ronja
Ronja – 2008-2023.

Fór með þessu fólki til Ítalíu:

Kammerkór Hafnarfjarðar og stuðningsfulltrúar fyrir utan dómkirkjuna í Lucca á Ítalíu.
Kammerkór Hafnarfjarðar og stuðningsfulltrúar fyrir utan dómkirkjuna í Lucca á Ítalíu.

Aðeins meira frá Ítalíu:

Ponte Vecchio í Flórens
Ponte Vecchio í Flórens.
Riomaggiore, eitt af þorpunum á Cinqueterre-svæðinu.
Riomaggiore, eitt af þorpunum á Cinqueterre-svæðinu.
Útsýni frá öðru þorpi á Cinqueterre-svæðinu. Man ekki hvað það heitir.
Útsýni frá öðru þorpi á Cinqueterre-svæðinu. Man ekki hvað það heitir.
Bjór- og tásumynd frá ströndinni í Massa á Ítalíu.
Bjór- og tásumynd frá ströndinni í Massa á Ítalíu. Eitthvað hljóta stýrivextirnir nú að fara að hækka!

Frá Ítalíu lá leiðin til Zürich í Sviss, í ferðalag með þessu fólki:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á útitónleikum í Zürich.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á útitónleikum í Zürich.
Svipmynd frá Zürichvatni.
Svipmynd frá Zürichvatni.
Trompetdeild LH (eða hluti af henni) í Zürich.
Trompetdeild LH (eða hluti af henni) í Zürich: Andrés, Eiríkur og Atli.

Skoðuðum vínbúgarðinn og fórum í vínsmökkun hjá Höskuldi.

Höskuldur frændi.
Höskuldur frændi.
Dvergkindurnar sem aðstoða við vínræktina.

Það er til flutningafyrirtæki í Þýskalandi/Austurríki sem heitir Transkona. Varð bara að koma því að hér:

Flutningabíll frá Austurríska/Þýska fyrirtækinu Transkona.
Flutningabíll frá Þýska/Austurríska fyrirtækinu Transkona.

Fer ekki með lúðrasveitinni til útlanda án þess að koma við í München:

Atli með Augustiner-bjór
Á uppáhalds-staðnum mínum í München: Augustiner-bjórgarðinum.
Með hinum hlutanum af trompetdeild LH: Þorleikur, Þórhildur og Atli.

Spilaði í Augustiner-bjórgarðinum.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum.

Kom svo heim frá útlöndum og mætti í Tjaldið í Hjarta Hafnarfjarðar. Hékk þar næstum því allar helgar í júlí:

Papaball í Tjaldinu í Hjarta Hafnarfjarðar.
Papaball í Tjaldinu í Hjarta Hafnarfjarðar.

Meira úr Hjarta Hafnarfjarðar. Og allt þetta fólk sem var þarna líka! Sjáum nokkur þeirra:

Nokkrir LH-félagar í Hjarta Hafnarfjarðar.
Nokkrir LH-félagar í Hjarta Hafnarfjarðar.
Atli og Camilla
Atli og Camilla
Valli og Atli
Valli og Atli
Eva Björk og Atli
Eva Björk og Atli

Fór líka upp á Betri stofuna, í turninum í Firði.

Kyrrlátt kvöld við Fjörðinn. Útsýnið frá turninum í Firði.
Kyrrlátt kvöld við Fjörðinn. Útsýnið frá turninum í Firði.

Fór í bað í Kraumu í Borgarfirði.

Krauma í Borgarfirði.
Krauma í Borgarfirði.

Sá reykinn af fyrra eldgosi ársins frá toppi Helgafells.

Atli á toppi Helgafells. Reykurinn frá eldgosinu í bakgrunni.
Á toppi Helgafells. Reykurinn frá júlí-eldgosinu í bakgrunni.

Mætti á Menningarnótt í Reykjavík

Lúðrabardagi…

Lúðrasveitir fyrir utan Hörpu.
Lúðrabardagi fyrir utan Hörpu.

…Porsche-sýning…

Svartur Porsche, með einkanúmerið TURBO.
Flottur Porsche í gamla Kolaportinu.

…og bjór. Hvað þarf maður meira á Menningarnótt?

Kaldi í stóru glasi.
Bjór er nauðsynlegur á löngum göngutúrum um miðborg Reykjavíkur.

Mætti á og tók þátt í árgangagöngu á Ljósanótt í Reykjanesbæ, í hávaðaroki og rigningu.

Fulltrúar Hafnarfjarðar í árgangagöngunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ: Ásgeir, Brynjar og Atli.
Fulltrúar Hafnarfjarðar í árgangagöngunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ: Ásgeir, Brynjar og Atli.

Spilaði á nokkrum októberfestum, eins og venjulega.

Hluti af trompetdeild Lúðrasveitar Hafnarfjarðar á einu af októberfestum haustsins: Atli, Björk og Ingibjörg.

Spilaði með þessu fólki á tónleikum í Víðistaðakirkju:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á æfingu fyrir tónleika í Víðistaðakirkju.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á æfingu fyrir tónleika í Víðistaðakirkju.

Sá Baggalút á tónleikum.

Baggalútur á tónleikum í Háskólabíói.
Baggalútur á tónleikum í Háskólabíói.

Gerði laufabrauð

Fjögur laufabrauð með stöfum sem mynda orðið ATLI.
Hefðbundna laufabrauðs-nafnamyndin.

Söng á tónleikum með þessu fólki:

Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu í Hásölum.
Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu í Hásölum.

Sá bjarmann af desembergosinu frá þaksvölunum:

Bjarminn af eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni 18. desember, séður frá miðbæ Hafnarfjarðar.
Bjarminn af eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni 18. desember, séður frá miðbæ Hafnarfjarðar.

Borðaði skötu á Þorláksmessu.

Þorláksmessuskatan.
Þorláksmessuskatan.

Hélt upp á hækkandi sólargang síðustu viku ársins.

Jólatréð í stofu stendur...
Jólatréð í stofu stendur…

Um það bil þannig endar þetta ár.

Hér vantar reyndar fleiri bjórmyndir. En það lætur mig líta illa út að birta allar þessar bjórmyndir sem ég tók á árinu. Hér er þó ein, valin af handahófi:

Einn fallegur og góður Augustiner!

Að lokum vil ég þakka ykkur öllum sem komuð við sögu hjá mér á árinu, sama hversu lítið eða mikið það var, og sama hvort þið lentuð í þessum myndaannál eða ekki.

Eins og síðast ætla ég ekki að jinxa þetta og segja ég að ég sé til í tuttuguogfjögur. Nei – ég ætla ekki að gera mér neinar vonir um næsta ár. Það sem kemur mun koma og við verðum að takast á við það.

En ég vona að næsta ár færi okkur ennþá meiri gleði, hamingju, meiri og betri samverustundir og samskipti heldur en árið sem er að líða. Og bara alls konar gott og skemmtilegt.

Því ég lifi í voninni!

Ást og friður, krakkar mínir – við þurfum svo sannarlega á hvoru tveggja að halda nú um stundir.

Takk fyrir mig 2023!

Comments are closed.