Nauðgaralagið

Nauðgaralagið

Sumarið 1997 var ég að vinna í sláttuflokki Hafnarfjarðarbæjar. Ég hlustaði mikið á útvarpið við vinnuna. Það var betra en að hafa suð í eyrunum frá orfum og sláttuvélum.

Fyrir hádegi var Tvíhöfði í útvarpinu.

Eftir hádegi hlustaði ég oft á Bjarna Ara á Aðalstöðinni/Gull 90,9. Við vinnufélagarnir hringdum stundum í beina útsendingu, báðum um óskalög og sendum kveðjur. Í og með til þess að gera grín að öllum miðaldra húsmæðrunum sem hringdu í þáttinn.

Þá um sumarið kom út diskurinn Sveitaperlur. Fyrsta lagið á diskinum er sungið af Ragnari Bjarnasyni. Það hljómaði gjarnan í útvarpsþættinum hjá Bjarna Ara. Það heitir Augun segja já. Meðal vinnufélaganna gekk það undir nafninu Nauðgaralagið. Nafngiftin skýrir sig sjálf þegar hlustað er á textann.

Um haustið þetta sama ár var ég í fjölmiðlafræðiáfanga í Flensborg. Eitt af verkefnum áfangans var að sjá um útvarpsþætti í Útvarpi Hafnarfjarðar. Ég spilaði lagið sem upphafs- og lokalag hvers þáttar.

Mér datt þetta lag í hug núna út af nauðgunarumræðunni um verslunarmannahelgina. Í tónlistarspilaranum hér fyrir neðan má hlusta á það:

Comments are closed.