Ökukennsla fyrir byrjendur
Ökumenn athugið:
Stöngin þarna vinstra megin á bakvið stýrið (sjá myndina hér fyrir neðan) er staðalbúnaður í flestum nýlegum bílum.
Hún er notuð til að kveikja og slökkva ljósin á bílnum.
Ef henni er ýtt niður er hægt að gefa öðrum ökumönnum merki um að þú ætlir að beygja til vinstri.
Ef henni er ýtt upp er hægt að gefa öðrum ökumönnum merki um að þú ætlir að beygja til hægri.
Þessi merki heita stefnuljós.
Nú vitið þið hvernig stöngin virkar.
Notið hana!