Plögg dagsins

Plögg dagsins

Plöggvertíðin er byrjuð.
Hér er það fyrsta:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur aðventutónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna svítu fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, tvo kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj og íslenskan jólaforleik eftir Sigurð I. Snorrason – auk hefðbundinna marsa.

Einleikarar á tónleikunum verða trompetleikarinn Andrés Björnsson sem leikur tangó eftir Astor Piazzola og hornleikarinn Erna Ómarsdóttir sem leikur rondókafla úr einum hornkonserta Mozarts. Auk þess stígur básúnudeildin á svið og leikur Lustige Polka eftir Hans Hartwig.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.

Tóndæmi:

Comments are closed.