Segulbandstækið

Segulbandstækið

Brúnt Fisher price segulbandstæki
Fisher price segulbandstæki. Mynd fengin af postcardsfromwonderland.com
Árið 1984 eða 1985 fór ég í aðgerð á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ég vil segja að það hafi verið hálskirtlataka, en er þó ekki viss. Ég var a.m.k. svæfður fyrir aðgerðina.

Það sem mestu máli skiptir er að eftir aðgerðina gáfu pabbi og mamma mér forláta Fisher-Price segulbandstæki fyrir að vera duglegur á sjúkrahúsinu. Þannig er sagan a.m.k. í minningunni af því hvernig ég fékk kassettutækið, en mig gæti þó verið að misminna.

Segulbandstækið var rafhlöðudrifið. Það var bæði hægt að hlusta á og taka upp spólur með því. Aftan á því var hátalari en framan á því var lítill hljóðnemi. Ég notaði það mikið næstu árin.

Með tækinu fylgdi gul segulbandsspóla með nokkrum lögum. Hún entist lengi eftir að segulbandstækið varð ónýtt og ég hætti að nota það. Í fyllingu tímans tók ég yfir lögin sem voru á henni. Ekki man ég hvað það var.

En þökk sé nútímatækni rakst ég á þessa spólu á dögunum. Því einhver snillingur hefur sett hana á Youtube. Ég tengi lögin ennþá við að liggja veikur uppi í rúmi.

Fyrsti hluti:

Annar hluti:

Þriðji hluti:

Comments are closed.