Stolin stef

Stolin stef

PLÖGG DAGSINS:

stolinstef_stortÍ kvöld heldur Kammerkór Hafnarfjarðar tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, undir yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Comments are closed.