Stutt jól

Stutt jól

Jólin eru þá svo gott sem búin.

Hvort sem við erum að halda upp á afmæli Jesúsar, lengri sólargang eða eitthvað annað skulum við njóta jólanna. Því það er líka alveg hægt að halda upp á jólin þó að maður sé trúlaus. Á næsta ári verðum við ekki svo heppin með jólin. Því þá lenda helstu hátíðardagarnir á helgi og það verður bara einn aukafrídagur.

Þetta eru búin að vera ágætis jól. Eftirfarandi leyndist í pökkunum í þetta sinn:

Jólagjafirnar 2015
Jólagjafirnar 2015
  1. Ullarbolur og -sokkar, sem koma sér eflaust vel í fjallgöngum komandi sumars.
  2. Slaufa með nótnamunstri.
  3. Samsung Galaxy S6-sími, frá sjálfum mér.
  4. Ávísun upp á leikhúsferð í janúar eða febrúar.
  5. Hlunkurinn – fánýtur fróðleikur.
Comments are closed.