Súkkulaðipylsa
Tilraunamennska í eldhúsinu fyrir jólin. Fljótlegur og einfaldur eftirréttur. Uppskrift fengin héðan.
Innihald
- 100 g smjör
- 100 g kakó
- 1 egg
- 100 g flórsykur
- Lófafylli af pistasíukjörnum
- Lófafylli af kókosmjöli
- 100 g mulið sætt kex (t.d. Tomma-og-Jenna-kex)
Aðferð
- Bræddu smjörið í potti.
- Blandaðu kakóinu saman við smjörið.
- Geymdu kakóblönduna við lágan hita.
- Settu flórsykur í skál og hrærðu egginu saman við.
- Myldu kexið í litla bita (ekki í mylsnu) og blandaðu því saman við kókosmjölið og pistasíuhneturnar.
- Blandaðu öllu út í súkkulaðiblönduna í pottinum og hrærðu vel saman við lágan hita.
- Settu blönduna á plastfilmu og hnoðaðu vel, þangað til hún lítur út eins og pylsa.
- Settu pylsuna í frysti.
- Stráðu flórsykri yfir pylsuna þegar hún er komin úr frystinum
- Að lokum er pylsan skorin niður í hæfilega stórar sneiðar. Geymist áfram í frysti ef hún klárast ekki.