Súrkál

Súrkál

Súrkál er eitt af aðalsmerkjum þýska eldhússins. Það hentar vel með góðum pylsum (og þá ekki íslenskum SS pylsum). Mæli með Pylsumeistaranum við Laugalæk.

Súrkál
Súrkál

Innihald:
1 kg súrkál (til dæmis Krautboy í 500 g pokum, fæst m.a. í Fjarðarkaupum)
1 stór laukur
1 grænt epli
100 g beikon
150-200 ml eplasafi (eða sætt hvítvín á tyllidögum)
15-20 einiber
1-2 msk kúmen
smjörklípa til steikingar.

Aðferð:
1. Beikon skorið í bita og brúnað í potti í nokkrar mínútur. Síðan er það veitt upp úr pottinum og geymt.
2. Laukurinn skorinn í bita og látinn krauma í beikonfeitinni í nokkrar mínútur. Gætið þess að allar skófir leysist upp.
3. Súrkálinu og einiberjunum bætt við laukinn, öllu blandað vel saman og látið krauma í u.þ.b. 20 mínútur. Ef lítill vökvi er í pottinum má hella hluta af eplasafanum saman við.
4. Eplið er kjarnhreinsað, skorið í bita og þeim bætt við út í pottinn ásamt kúmeni. Látið malla í aðrar 20 mínútur.
5. Beikoninu bætt út í og hrært saman við allt.
6. Svo er þetta smakkað til og eplasafa, kúmeni, einiberjum, salti eða pipar bætt við eftir smekk. Einnig má bæta svínasoðsteningi út í ef þess þarf.
7. Að lokum er þetta látið malla í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót áður en það er borið fram.

Súrkálið er ekki síðra upphitað og því er hentugt að útbúa það kvöldið áður en á að borða það eða fyrr um daginn. Við upphitun gæti þurft að bæta meiri vökva út í það. (Eplasafa, hvítvíni eða vatni).

Comments are closed.