Árið 2015
Svona var árið 2015 í myndum:
Það hófst í Borgarnesi, eins og venjulega.
Eignaðist svona litla bróðurdóttur 9. janúar.
Heilsaði upp á þennan páfagauk.
Fór í bjórsmökkun, einu sinni sem oftar.
Mætti á ættarþorrablót með þessu fólki og fleirum sem eru ekki á myndinni.
Fór í æfingabúðir með þessu fólki.
Mætti í skírn hjá þessari dömu.
Söng á tónleikum með Gunnari Gunnarssyni og Tómasi R.
Vann Lego-bíl í einhverjum netleik.
Fylgdist með sólmyrkvanum 20. mars.
Spilaði á tónleikum í Flensborg 28. mars.
Fór í fjöruferð á páskadag.
Spilaði í sumardags-fyrsta-göngunni í Hafnarfirði.
Og í kröfugöngunni 1. maí.
Mætti í morgungöngur Ferðafélags Íslands 4.-8. maí.
Helgafell, Hafnarfirði 8. maí. Fór þangað á toppinn í 74 skipti á árinu.
Mosfell 5. maí.
Keilir 6. maí.
Grímannsfell 7. maí.
Úlfarsfell 8. maí.
Mótmælti á Austurvelli 26. maí, veruleikafirrtur og stoltur af því!
Sá Lilla apa á sjómannadaginn.
Tók þátt í ratleik Hafnarfjarðar. Fann þó ekki nema níu spjöld þetta árið.
Klæddist fjólubláu 17. júní, eins og venjulega.
Smíðaði pall…
…og fór í pottinn.
Komst í blöðin fyrir fjallgöngur.
Steggjaði þennan til hægri á myndinni.
Bakaði bananabrauð
Mætti á ættarmót með þessu fólki (og fleirum).
Mætti í brúðkaup hjá þessum.
Byrjaði aftur í skóla.
Fór að læra hagnýta menningarmiðlun í Háskóla Íslands.
Hékk þarna…
…og þarna…
…og þarna í september, október og nóvember.
Mætti með þessu fólki á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Sá og heyrði í Kings’s singers í Hörpu 16. september.
Spilaði á nokkrum októberfestum með þessu fólki og fleirum.
Meira októberfest
Hélt upp á hrekkjavökuna…
…meira að segja í búningi.
Fékk þessa fínu norðurljósasýningu 3. nóvember.
Fékk mína fimmtán mínútna frægð vegna fræðimennsku…
…og hélt fyrirlestur á nemendaráðstefnu.
Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju.
Söng á tónleikum í Hásölum.
Bakaði laufabrauð fyrir jólin.
Fór á jólatónleika Baggalúts.
Fór í aðventuferð til Edinborgar ásamt stórfjölskyldunni 17. – 22. desember.
Bætti sekkjapípu við ört stækkandi hljóðfærasafn.
Sá Star-wars, episóða VII í bíó á Þorláksmessu.
Hélt upp á jólin samkvæmt venju í lok desember.
Þannig var nú það.
Að lokum vil ég þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti komu við sögu hjá mér á árinu sem er á enda. Þið vitið hver þið eruð.
Með von um að 2016 verði miklu meiri snilld en 2015.
Pís át.