Browsed by
Tag: Bjór

Októberfest

Októberfest

Eina alvöru októberfestið í Hafnarfirði verður haldið næstkomandi laugardag.

Októberfest snýst ekki bara um að drekka bjór í október, þó að hann sé vissulega mikilvægur. Það snýst líka um leðurhosur, dirndla og þýska þjóðlagatónlist.

Öll þessi blanda verður á Ölstofu Hafnarfjarðar (áður Enska barnum í Hafnarfirði) laugardaginn 10. október, þegar Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sitt árlega októberfest. Talið verður í fyrsta lagið klukkan 20:00.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Í þetta skiptið mætir stórsöngvarinn Örvar Már Kristinsson á svæðið og syngur með!

Aðgangur er ókeypis.

Anton frá Týról verður á staðnum.