Browsed by
Tag: Hafnarfjörður

Byrjunarreiturinn

Byrjunarreiturinn

Byrjunarreiturinn
Helgafell og Kaldárbotnar á fallegu síðsumarkvöldi.

Þessi staður er upphaf og endir alls, þ.e. þegar maður gengur upp á Helgafell í Hafnarfirði.

Tilkynningaskyldan

Tilkynningaskyldan

Áfram halda tónleikatilkynningarnar, því aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20.00.

Á tónleikunum syngur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga auk annarra söng- og kórverka og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Gestir kórsins að þessu sinni eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt í hléi.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Auglýsing fyrir aðventu- og jólatónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar 2015
Upphaf aðventu í rólegheitum
Tónleikar á morgun

Tónleikar á morgun

Á morgun, laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 verða aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Leonard Bernstein, George og Ira Gershwin og Philip Sparke, auk marsa og jólatónlistar. Góðkunningi lúðrasveitaraðdáenda, John Philip Sousa, verður einnig á dagskránni.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona, sem meðal annars syngur lagið Skyfall, úr samnefndri kvikmynd um James Bond.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það verður ekki posi á staðnum.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju
Lúðrasveit Hafnarfjarðar