Súkkulaðikaka
Áður en árstíðabundið heilsuátak byrjar eftir jólin er vel þess virði að smakka þessa kaloríusprengju. Upphaflega er þetta After eight kaka, fengin héðan. Uppskriftinni hefur verið breytt lítillega, vegna þess að svo virðist sem After eight sé ófáanlegt á þessum árstíma. Þess vegna var notað Pipp með piparmyntubragði í staðinn.
Innihald:
200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjör
3 egg
2 1/2 dl sykur
3 dl hveiti
nokkur jarðarber, til skreytingar
krem:
25 gr smjör
1 dl rjómi
200 gr Pipp með piparmyntubragði
Aðferð:
- Bræðið suðusúkkulaði og smjör saman í skál yfir vatnsbaði.
- Þeytið egg og sykur vel saman.
- Bætið hveitinu við blönduna og hrærið saman við.
- Bætið loks súkkulaðibræðingnum við og hrærið vel.
- Setjið deigið í smurt, kringlótt form, sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál.
- Bakið við 175°C í 25-30 mínútur. Kakan á að vera nokkuð blaut.
- Bræðið innihald kremsins saman í skál yfir vatnsbaði.
- Smyrjið kreminu á kökuna.
- Skreytið með jarðarberjum.