Browsed by
Tag: Kammerkór Hafnarfjarðar

Tónleikatilkynning

Tónleikatilkynning

Auglýsingaplakat Kammerkórs Hafnarfjarðar, vor 2016
Fuglar og fiðrildi – og aðrir vorboðar
Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld, sunnudaginn 8. apríl og hefjast klukkan 20:00.

Miðaverð er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Á tónleikunum verða fluttir vorboðar af ýmsum toga, allt frá frönskum madrígölum til laga eftir Billy Joel og Bítlana.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Fiðrildið er eitt af lögunum sem verður á dagskránni:

Tilkynningaskyldan

Tilkynningaskyldan

Áfram halda tónleikatilkynningarnar, því aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember kl. 20.00.

Á tónleikunum syngur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga auk annarra söng- og kórverka og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Gestir kórsins að þessu sinni eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt í hléi.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Auglýsing fyrir aðventu- og jólatónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar 2015
Upphaf aðventu í rólegheitum