Lilli api
Lilli api var átrúnaðargoð æsku minnar.
Ég átti í ástar-haturssambandi við hann.
Platan með Brúðubílnum var spiluð í gegn þegar ég var 5-6 ára.
Hún er enn greypt í huga mér. Því mér detta reglulega í hug einhverjar tilvitnanir af plötunni.
Svo varð ég níu ára.
Þá byrjaði Lilli api í sjónvarpinu – í Stundinni okkar.
Mér fannst það ekki skemmtilegt og hætti smám saman að horfa á Stundina.
Í dag sá ég svo Lilla við æfingar í Hallargarðinum í miðbæ Reykjavíkur.
Ég hef aftur tekið hann í sátt eftir allt saman.