Tilkynningaskyldan

Tilkynningaskyldan

auglysing6
Í dag, laugardaginn 29. nóvember verða haldnir aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.
Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Comments are closed.