Túbudagurinn

Túbudagurinn

Það er ekki bara verkalýðsdagurinn í dag.

Í dag er líka alþjóðlegi túbudagurinn.
Hann hefur verið haldinn árlega, fyrsta föstudag í maí síðan árið 1979, til að heiðra túbuleikara, sem þurfa að ganga í gegnum allt vesenið sem fylgir því að spila á túbu, til dæmis það að ferðast með þetta þunga hljóðfæri. Dagurinn er líka haldinn til að minnast þess að túban er ekki bara hljóðfæri sem spilar ómerkilegt úm-pa úm-pa í skrúðgöngum, og til að berjast á móti staðalímyndum sem túbuleikarar hafa á sér, t.d. þeirri að vera ekki alvöru tónlistarmenn heldur bara stórir feitir karlar með bollukinnar og sterk lungu.

Enda ekki vanþörf á.

Túbuleikarar eru líka fólk!

Til hamingju með daginn, túbuleikarar.

Comments are closed.