Um höfundinn
Atli Týr Ægisson.
Hafnfirðingur að upplagi.
Altmuligt-tónlistarmaður. Liðtækur söngvari. Upprunalega bassi/bariton, en útskrifaður sem tenór – á m.a.s. útskriftarskírteini sem staðfestir það. Einnig slarkfær á trompet, banjó, harmónikku og ukulele. Hefur verið í lúðrasveitabransanum í fjölmörg ár. Áhuga-upptakari.
Áhugamaður um íslenskt mál og orðanotkun. Fór að læra íslensku í H.Í. til að virkja þann áhuga árið 1999 og lauk B.A. prófi í október 2012 – með nokkuð góðu hléi inn á milli.
Er með M.A. próf í hagnýtri menningarmiðlun og diplómu í vefmiðlun frá og með febrúar 2017.
Finnst gaman að lesa góðar bækur og horfa á góðar bíómyndir og sjónvarpsþætti. Er mikill aðdáandi Simpson-fjölskyldunnar. Simpsons-nörd ef þið viljið.
Áhugamaður um hvers kyns mat og matargerð.
Tölvu- og internetnörd frá árinu 1996. Hefur verið bloggandi með hléum frá 2002. Reynir þó að forðast að vera eins og steríótýpu-moggabloggari eða virkur í athugasemdum, sem heldur að skoðun sín skipti einhverju máli og skrifar bara um fréttir af mbl.is. Því svoleiðis fólk hefur komið óorði á bloggmenninguna undanfarin ár.
Hefur tekið að sér ýmiss konar verkefni undanfarin ár, t.d. við barmmerkjagerð, prófarka- og yfirlestur og kvikmyndaleik.
Skólinn:
- Háskóli Íslands (2015-2017). M.A. próf í hagnýtri menningarmiðlun.
- Háskóli Íslands (2017) Diplóma í vefmiðlun.
- Háskóli Íslands (1999-2002 og 2011-2012). B.A. próf í íslensku.
- Flensborg (1994-1998) – Stúdentspróf.
- Tónlistarskóli Hafnarfjarðar (1988-2010) – Tók fimm stig í trompetleik. Einnig framhaldspróf í söng.
Vinnan:
- Háskóli Íslands (sept. 2019 – maí 2020) stundakennsla. Umsjón með tveimur námskeiðum í Hagnýtri menningarmiðlun/Vefmiðlun.
- Háskóli Íslands (frá mars 2017): Verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði.
- Háskóli Íslands (2016-2019 og frá 2020): Aðstoðarmaður kennara í námskeiðinu Grundvallaratriði vefmiðlunar – Starf vefstjórans og vefritstjórn
- Landspítalinn (júní – ágúst 2016). Vefvinnsla.
- Húsasmiðjan (2007-2011 – og í afleysingum frá apríl til september 2011) – Afgreiðslu- og verslunarstörf.
- SMFR (2003-2006) – Stuðningsfulltrúi á sambýlinu í Markarflöt 1. (Stofnunin er ekki til lengur; hún var lögð niður og verkefni hennar flutt yfir til sveitarfélaganna um áramótin 2010-2011).