Browsed by
Category: Myndir

Árið 2015

Árið 2015

Svona var árið 2015 í myndum:

Það hófst í Borgarnesi, eins og venjulega.

Áramótasprengja í Borgarnesi
Borgarnes

Eignaðist svona litla bróðurdóttur 9. janúar.

Atli og Ósk
Atli og Ósk

Heilsaði upp á þennan páfagauk.

Páfagaukur
Páfagaukur

Fór í bjórsmökkun, einu sinni sem oftar.

Nokkrar bjórtegundir
Bjórsmökkun

Mætti á ættarþorrablót með þessu fólki og fleirum sem eru ekki á myndinni.

Fólk á þorrablóti
Þorrablót Syðra-Lónsættar

Fór í æfingabúðir með þessu fólki.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í æfingabúðum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Mætti í skírn hjá þessari dömu.

Ósk litla
Ósk litla

Söng á tónleikum með Gunnari Gunnarssyni og Tómasi R.

Helgi Braga, Gunnar Gunnarsson og Tómas R.
Æfing fyrir tónleika

Vann Lego-bíl í einhverjum netleik.

Legobíll
Legobíll

Fylgdist með sólmyrkvanum 20. mars.

Atli með sólmyrkvagleraugu
Með sólmyrkvagleraugu

Spilaði á tónleikum í Flensborg 28. mars.

Uppstilling fyrir tónleika í Flensborg
Uppstilling fyrir tónleika

Fór í fjöruferð á páskadag.

Fjöruferð
Fjöruferð

Spilaði í sumardags-fyrsta-göngunni í Hafnarfirði.

Sumardagurinn fyrsti
Á sumardaginn fyrsta

Og í kröfugöngunni 1. maí.

Internasjónalinn
1. maí

Mætti í morgungöngur Ferðafélags Íslands 4.-8. maí.
Helgafell, Hafnarfirði 8. maí. Fór þangað á toppinn í 74 skipti á árinu.

Helgafell, Hafnarfirði
Helgafell, Hafnarfirði

Mosfell 5. maí.

Mosfell
Mosfell

Keilir 6. maí.

Keilir
Keilir

Grímannsfell 7. maí.

Grímannsfell
Grímannsfell

Úlfarsfell 8. maí.

Úlfarsfell
Úlfarsfell

Mótmælti á Austurvelli 26. maí, veruleikafirrtur og stoltur af því!

Mótmælaskilti
Simmi er klikk.

Sá Lilla apa á sjómannadaginn.

Lilli api í Brúðubílnum
Lilli api

Tók þátt í ratleik Hafnarfjarðar. Fann þó ekki nema níu spjöld þetta árið.

Spjöld í ratleik Hafnarfjarðar 2015
Ratleikurinn

Klæddist fjólubláu 17. júní, eins og venjulega.

17. júní
17. júní

Smíðaði pall…

Sólpallur
Pallurinn

…og fór í pottinn.

Pottur og bjór
Pottur og bjór

Komst í blöðin fyrir fjallgöngur.

Helgafell
Á toppi Helgafells. Mynd fengin af Vísir.is.

Steggjaði þennan til hægri á myndinni.

Steggjapartý á Austurvelli
Ingimar steggjaður

Bakaði bananabrauð

Bananabrauð
Bananabrauð

Mætti á ættarmót með þessu fólki (og fleirum).

Ættarmót við Hvaleyrarvatn
Ættarmót

Mætti í brúðkaup hjá þessum.

Silvía og Ingimar
Silvía og Ingimar

Byrjaði aftur í skóla.
Fór að læra hagnýta menningarmiðlun í Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands, aðalbygging
Háskóli Íslands, aðalbygging

Hékk þarna…

Landsbókasafn Íslands - háskólabókasafn
Bókhlaðan

…og þarna…

Oddi
Oddi

…og þarna í september, október og nóvember.

Askja
Askja

Mætti með þessu fólki á Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2015
LJósanótt 2015

Sá og heyrði í Kings’s singers í Hörpu 16. september.

The King's singers í Hörpu
The Kings’s singers

Spilaði á nokkrum októberfestum með þessu fólki og fleirum.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Þjóðbúningadeild Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Meira októberfest

Oktoberfest
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ölstofu Hafnarfjarðar

Hélt upp á hrekkjavökuna…

Grasker
Grasker

…meira að segja í búningi.

Hrekkjavökubúningur
Þegar litla músin úti er hún má alltaf vera að gá að sér!

Fékk þessa fínu norðurljósasýningu 3. nóvember.

Norðurljós
Norðurljós

Fékk mína fimmtán mínútna frægð vegna fræðimennsku…

Grein í Fréttatímanum
Fréttatíminn

…og hélt fyrirlestur á nemendaráðstefnu.

Ræða á bræðingi 2015
Menningarbræðingur

Spilaði á tónleikum í Víðistaðakirkju.

Víðistaðakirkja
Víðistaðakirkja

Söng á tónleikum í Hásölum.

Uppstilling fyrir tónleika í Hásölum
Hásalir

Bakaði laufabrauð fyrir jólin.

Laufabrauð
Laufabrauð

Fór á jólatónleika Baggalúts.

Baggalútur á tónleikum í Háskólabíói
Baggalútur

Fór í aðventuferð til Edinborgar ásamt stórfjölskyldunni 17. – 22. desember.

Miðborg Edinborgar, séð frá Edinborgarkastala
Miðborg Edinborgar

Bætti sekkjapípu við ört stækkandi hljóðfærasafn.

Sekkjapípa
Sekkjapípa fyrir byrjendur.

Sá Star-wars, episóða VII í bíó á Þorláksmessu.

Sambíóin í Álfabakka.
Star wars

Hélt upp á jólin samkvæmt venju í lok desember.

Yðar einlægur við jólatréð 2015.
Jólin 2015

Þannig var nú það.

Að lokum vil ég þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti komu við sögu hjá mér á árinu sem er á enda. Þið vitið hver þið eruð.

Með von um að 2016 verði miklu meiri snilld en 2015.

Pís át.

Stutt jól

Stutt jól

Jólin eru þá svo gott sem búin.

Hvort sem við erum að halda upp á afmæli Jesúsar, lengri sólargang eða eitthvað annað skulum við njóta jólanna. Því það er líka alveg hægt að halda upp á jólin þó að maður sé trúlaus. Á næsta ári verðum við ekki svo heppin með jólin. Því þá lenda helstu hátíðardagarnir á helgi og það verður bara einn aukafrídagur.

Þetta eru búin að vera ágætis jól. Eftirfarandi leyndist í pökkunum í þetta sinn:

Jólagjafirnar 2015
Jólagjafirnar 2015
  1. Ullarbolur og -sokkar, sem koma sér eflaust vel í fjallgöngum komandi sumars.
  2. Slaufa með nótnamunstri.
  3. Samsung Galaxy S6-sími, frá sjálfum mér.
  4. Ávísun upp á leikhúsferð í janúar eða febrúar.
  5. Hlunkurinn – fánýtur fróðleikur.
Edinborg á aðventunni

Edinborg á aðventunni

Um síðustu helgi, frá fimmtudegi til þriðjudags, var ég í Edinborg ásamt stórfjölskyldunni. Hér eru tíu handahófskenndar staðreyndir sem ég komst að um Edinborg og Skotland í þessari ferð:

      1. Edinborgarbúum virðist vera alvara með að ganga í jólapeysum á þessum árstíma.

      2. Elsta bygging borgarinnar er í Edinborgarkastala. Það er St. Margrétarkapellan, byggð um 1130.

      Margrétarkapellan (St. Margarets Chapel), elsta bygging í Edinborgarkastala
      Margrétarkapellan (St. Margarets Chapel), elsta bygging í Edinborgarkastala

      3. Á salernunum á barnum Whistlebinkies er hægt að kaupa kynlífsleiktæki.

      Sjálfsali með hjálpartækjum ástarlífsins
      Hjálpartæki ástarlífsins í sjálfsala.

      4. Skotar eru stoltir af þjóðarréttum sínum, á borð við haggis. Þar er hægt að fá ýmis tilbrigði við haggis, allt frá djúpsteiktu á veitingastöðum yfir í innpakkað í umbúðir fyrir túrista. Eitthvað sem Íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að bjóða endalaust upp á pizzur, hamporgara og samlokur.

      5. Alvöru sekkjapípur kosta allt að 1000 pundum. Það er líka hægt að fá byrjendahljóðfæri sem kosta um 120 pund og hljóðfæri í barnastærð, sem kosta um 20 pund. Ég fékk mér eina fyrir byrjendur.

      Sekkjapípa
      Sekkjapípa fyrir byrjendur.

      6. Skemmtanamenningin er öðruvísi en á Íslandi. Í Edinborg mæta menn á djammið snemma um kvöldið. Flestum vínveitingahúsum og krám er lokað á miðnætti. Aðeins klúbbar með háværri danstónlist eru opnir lengur.

      7. Það var óvenjuleg hitabylgja í Edinborg fyrir þennan árstíma. Rigning og rok og fimm til tíu stiga hiti er ekki venjulegt veður í Edinborg fyrir jólin.

      8. Það er til hljómsveit sem heitir Red hot chilli pipers. Meðlimir hennar eru þrír og spila allir á sekkjapípur.

      9. Á jólamarkaðnum og í búðum hljómar stanslaust sama jólatónlistin. Um eina helgi fyrir jólin í Edinborg er vel hægt að fá of stóran skammt af jólalögum.

      10. Þekktasti bjór borgarinnar er Tennents. Einu sinni var tekin upp auglýsing fyrir hann á Íslandi.

Norðurljós

Norðurljós

Norðurljós yfir Hafnarfirði fyrr í kvöld.
Fleiri tilraunir með norðurljósamyndatöku má sjá með því að smella á myndina.

Jól á réttum tíma

Jól á réttum tíma

Jólin mín byrja í desember.
Jólin mín byrja í desember.
Á síðasta áratug háði ég baráttu við snemmbúinn jólaundirbúning. Fyrir hver jól á árunum 2003-2008 setti ég upp vefsíðu með lista yfir ýmis fyrirtæki sem hófu jólaundirbúning í september, október og nóvember og hvatti fólk til að sniðganga þau í jólavertíðinni.

Ég hlaut mína fimmtán mínútna frægð fyrir þetta uppátæki. Eitt árið var fjallað um listann í Íslandi í dag á Stöð tvö. Tvö ár í röð komst þetta í dagblöð, í DV árið 2005 og í Fréttablaðið 2006.

Ákveðinn fjöldi manns hefur spurt hvort ég ætli að setja svona lista aftur upp á þessu ári. Stutta svarið er: Nei, ég nenni því ekki.

Langa svarið er hins vegar:

  • Ég horfi lítið sem ekkert á sjónvarp.
  • Ég fletti dagblöðum sjaldan.
  • Ég er með hugbúnað í tölvunni sem felur auglýsingar á stærstu íslensku fréttavefjunum.
  • Auk þess er ég haldinn svokallaðri bannerblindu, sem gerir það að verkum að ég læt flestar auglýsingar á vefnum fara framhjá mér.

Þessi atriði valda því að auglýsingar sem ættu að ná til mín gera það ekki, hvort sem þær eru jólatengdar eða ekki.

Auk þess er ég námsmaður. Það er allt brjálað að gera í skólanum og því enginn tími til að sinna jólamótmælunum almennilega.

Svona snemmbúinn jólaundirbúningur og markaðs- og græðgivæðing jólanna fara samt enn í taugarnar á mér.

Vonandi getur einhver annar tekið upp þráðinn. Því það er eflaust full ástæða til þess ennþá.

Ljósanótt

Ljósanótt

Ljósanótt var haldin í Reykjanesbæ/Keflavík í dag.
Hér er Lúðrasveit Hafnarfjarðar í startholunum fyrir árgangagönguna.

LJósanótt 2015
Ljósanótt 2015

Skólinn

Skólinn

Skólinn er byrjaður af krafti og fyrsti dagurinn afstaðinn.
Næstu vikur og mánuði gæti þessi síða því litast eitthvað af því sem ég verð að fást við þar.
Kemur bara í ljós.

Háskóli Íslands, aðalbygging.
Háskóli Íslands, aðalbygging.

Fjallgöngusumarið gert upp

Fjallgöngusumarið gert upp

Fjallgöngusumrinu árið 2015 er opinberlega lokið. Rútínan er að fara aftur í gang, skólinn byrjar í næstu viku, frelsinu er lokið og því ekki tími til göngutúra, a.m.k. ekki daglega eins og í sumar. Ég útiloka þó ekki að fara í einn og einn göngutúr í haust eftir því sem tími, veður og færð leyfa.

Tímabilið hófst frekar seint þetta árið, ekki fyrr en 4. maí, því það var vetur fram í miðjan maí. Það mun því hafa staðið yfir í 119 daga. Hér koma nokkrar skemmtilegar tölfræðiupplýsingar, teknar saman með aðstoð Endomondo:

  • Samtals urðu gönguferðirnar 78, þar af 74 upp á Helgafell í Hafnarfirði.
  • Flestir dagar í röð voru 14, á tímabilinu 20. júlí til 2. ágúst.
  • Flestir dagar í röð án fjallgangna voru 10, frá 9.-18. maí.
  • Samtals eru 423,57 kílómetrar að baki eftir fjallgöngur sumarsins.
  • Og samtals hef ég varið 4 sólarhringum, 18 klukkutímum, 44 mínútum og 46 sekúndum á fjöllum þetta sumarið.
Kvaddi Helgafell í bili í dag, með þoku uppi á toppnum.
Kvaddi Helgafell í bili í dag, með þoku uppi á toppnum.
Með Volkswagen í fjallgöngu

Með Volkswagen í fjallgöngu

Einhverjum (kannski markaðs- eða auglýsingastjóra Heklu) fannst góð hugmynd að setja þetta segulskilti á landmælingastöpulinn uppi á Helgafelli í Hafnarfirði.

Á leið up?
Á leið up?