Browsed by
Tag: Annáll 2016

Annállinn 2016

Annállinn 2016

Þetta hefur kannski ekki verið gott ár á alþjóðavettvangi. Til dæmis allir þessir listamenn sem hafa yfirgefið sviðið á árinu. Flóttamannavandi, stríð í Sýrlandi, þjóðernishyggja, hryðjuverk, kynþátta- og útlendingahatur úti um allan heim, Brexit í Bretlandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, sjálfhverfir og gleymnir íslenskir kjósendur, þrælslundaðir Íslendingar sem láta endalaust vaða yfir sig og kjósa sama skítinn yfir sig aftur og aftur…

En við tölum ekki um pólitík hér!

Fyrir mig hefur þetta samt verið ágætt ár þrátt fyrir allt. Heilsan hefur verið fín, sem maður getur verið þakklátur fyrir, kominn á þennan aldur. Og það hefur verið nóg að gera. Til að sýna fram á það er hér hinn árlegi myndaannáll.

Árið 2016 var árið sem ég:

Byrjaði í Borgarnesi, eins og venjulega.

Flugeldur yfir Borgarnesi
Flugeldur

Bakaði þessa súkkulaðiköku.

Súkkulaðikaka, skreytt með jarðarberjum
Súkkulaðikaka

Mætti í eins árs afmæli hjá þessari dömu:

Ósk litla eins árs
Ósk litla eins árs

Hékk þarna stóran hluta ársins.

Bókhlaðan, snjór úti.
Bókhlaðan

Og hékk á þessu svæði.

Háskóli Íslands, aðalbygging séð að framan að vetri til.
Háskóli Íslands

Tók þátt í bingói…

Bingóspjald
Bingóspjald

…og vann þessa vinninga.

Bingóvinningar
Ekki vinningar af verri endanum!

Tók upp myndband fyrir bókhlöðuna…

Myndavél uppi á þaki Hótel Sögu.
Myndavél

…meðal annars ofan af þaki Hótel Sögu.

Bókhlaðan séð ofan af Hótel Sögu.
Bókhlaðan séð ofan af Hótel Sögu.

Mætti á þorrablót með þessu fólki (og fleiri ættingjum).

Nokkrir ættingjar á þorrablóti Syðra-Lónsættar.
Þorrablót Syðra-Lóns-ættar 2016.

Heimsótti RÚV

Inngangur að húsi ríkisútvarpsins
Ríkisútvarpið.

Mætti á æfingar og spilaði á tónleikum með þessu fólki

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Fékk mér far um Reykjavík með útsýnisstrætó…

Rauður útsýnisstrætó fyrir utan Hörpu.
Rauður útsýnisstrætó fyrir utan Hörpu.

…fór upp í turn Hallgrímskirkju…

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja

…í Perluna…

Perlan
Perlan

…og fór í nokkra myndagöngutúra um miðborg Reykjavíkur til að búa til þessa ljósmyndabók. Gaf hana út í einu prentuðu eintaki.

Lækjartorg og Bankastræti í Reykjavík.
Í miðborg Reykjavíkur sumardaginn fyrsta.

Mætti á ársátíð í kúrekabúningi.

Kúrekabúningur
Yðar einlægur í kúrekabúningi.

Mótmælti á Austurvelli…

Alþingishúsið
Mótmæli fyrir utan Alþingishúsið.

…meðal annars út af þessum:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með svínstrýni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Tók þátt í fyrsta-maí-göngu í Hafnarfirði samkvæmt venju.

Kröfuspjöld fyrir utan Súfistann í Hafnarfirði
Sömu gömlu kröfuspjöldin

Söng á tónleikum með þessu fólki.

Kammerkór Hafnarfjarðar í Hafnarborg
Kammerkór Hafnarfjarðar

Gekk upp á Helgafell allt sumarið, samkvæmt venju.
Samtals mun ég hafa komið í 72 skipti upp á toppinn á þessu ári.

Uppi á Helgafelli
Yðar einlægur uppi á Helgafelli í Hafnarfirði.

Hitti Lilla apa í návígi!!!
OMG!!! Starstruck!

Lilli api
Lilli api

Spilaði með þessu fólki í sjónvarpsupptöku

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar við upptökur á Borgarstjóranum.

Náði í þyrlu uppi á Helgafelli.

Þyrla á Helgafelli
Yðar einlægur með þyrlu á Helgafelli

Fór með þessu fólki í ferðalag um Suðurland.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hótel Geysi

Hékk þarna mest allt sumarið vegna vinnu.

Landspítali - Landakoti
Landspítali – Landakoti

Naut útsýnisins úr vinnunni.

Reykjavík
Útsýnið af fimmtu hæð Landakotsspítala.

Mætti á menningarnótt í Reykjavík.

Menningarnótt í Reykjavík
Mannfjöldi í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt.

Mætti á ljósanótt í Reykjanesbæ með þessu fólki:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar enn einu sinni – nú á ljósanótt í Reykjanesbæ.

Spilaði á tónleikum og mætti í partý með þessu fólki (og fleirum sem eru ekki á myndinni):

Samband íslenskra lúðrasveita
Eitthvað lúðrasveitafólk að spila í Mosfellsbæ.

Fór í bústaðarferð með þessum vitleysingum:

Bassar og terónar
Nokkrir bassar og terónar úr Kammerkór Hafnarfjarðar

Spilaði á októberfesti.

Októberfest
Yðar einlægur í októberfestgallanum.

Fór á Baggalútstónleika í Háskólabíói.

Baggalútur og Ómar Ragnarsson
Baggalútur og Ómar Ragnarsson á tónleikum í Háskólabíói.

Hélt svo upp á hækkandi sólargang og jólin í lok ársins.

Jólatré
Jólatré

Og þannig var nú það.

Ef þið saknið mynda frá einhverjum atburðum þá er það af því að ég hef ekki verið nógu duglegur að taka myndir, svona almennt. Ég lofa að vera duglegri í myndatökum á næsta ári.

Ég vil þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti hafa komið við sögu í lífi mínu á þessu ári – sama hversu stórt eða lítið hlutverk það hefur verið. Þið vitið hver þið eruð. Takk fyrir samveru og samskipti – með von um að næsta ár verði enn betra og skemmtilegra en það sem nú er senn á enda.

Takk, krakkar mínir!