Browsed by
Tag: Áramót

Myndaannállinn 2024

Myndaannállinn 2024

Þetta er búið að vera skrýtið ár. Skemmtilegt og leiðinlegt í bland. Það hafa skipst á skin og skúrir. Árið gaf og árið tók. Eins og venjulega hef ég lagt mig fram við að fylgjast ekkert með fréttum. Því það að fylgjast með fréttum er bara ávísun upp á leiðindi og þunglyndi. En ég kemst þó ekki hjá því að vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu.

Á alþjóðavettvangi: Stríð í Úkraínu. Þjóðarmorð í Palestínu. Og þetta á bara eftir að versna! Appelsínuguli karlinn aftur að verða forseti í Ameríkuhreppi. Of mikið af geðsjúklingum og brjálæðingum við völd í heiminum. Meira kynþáttahatur, meira hatur gagnvart minnihlutahópum. Útlendingar óvelkomnir allsstaðar – og sérstaklega þeir sem hafa ekki rétta húðlitinn.

Á Íslandi: Útlendinga-„vandamál“. Sem er samt ekkert vandamál, heldur bara skilgreint sem vandamál af þeim sem vilja ekki útlendinga á Íslandi, og vilja kenna útlendingum um allt sem aflaga fer í stjórnkerfi landsins. Nokkur eldgos. Veit ekki hversu mörg. Hnífaárásir. Ung stúlka myrt í miðbæ Reykjavíkur. Íslensk ungmenni að vopnbúast og særa og drepa hvert annað. Verðhækkanir framundan. Verðbólgan étur launin okkar. Nýr forseti. Alþingiskosningar. Ný ríkisstjórn. Sjáum til hvernig henni gengur. Ríku- og frekukallarnir eiga samt eftir að fara á yfirsnúning af reiði út af henni. Sem er gott á þá!

Ég man ekki meira, og vil ekki rifja upp fleiri fréttir úr fjölmiðlum.

Fyrir mig hefur þetta þó verið ágætis ár, þrátt fyrir allt, svona þannig séð. Það hefur dálítið einkennst af ferðalögum. Hef aldrei farið í jafn margar flugferðir á einu ári. Flugviskubitið dálítið farið að segja til sín.

En rifjum upp hvernig þetta ár hefur verið hjá mér. Sem er tilgangurinn með þessari árlegu færslu. Því þetta er ekki vettvangur fíflagangs. Það er ekkert gamanmál hér á ferðinni. Hér er mynda- og myndbandaannáll ársins 2024.

Það byrjaði á sama stað og 2023 endaði, í Birkiberginu í Hafnarfirði.

Flugeldar og svifriksmengun yfir hrauninu í Setbergshverfinu í Hafnarfirði.
Flugeldar og svifryksmengun yfir Hafnarfirði. Þetta fór beint í lungun á mér og ég var hóstandi og með kvef í tvær–þrjár vikur eftir þetta. Note to self: Fara ekki út í kvöld að fylgjast með flugeldunum!

Amma kvaddi okkur í upphafi ársins.

Herdís Guðmundsdóttir, 1930–2024.
Herdís Guðmundsdóttir, 11. desember 1930 – 22. janúar 2024

Mætti á þessa tónleika í Hörpu.

Tónleikar í Hörpu 26. janúar 2024.
Egill Ólafsson heiðraður í Hörpu 26. janúar.

Fylgdist með mótmælum á Austurvelli.

Mótmæli á Austurvelli gegn þjóðarmorðum í Palestínu 5. febrúar 2024
Mótmæli vegna þjóðarmorða í Palestínu.

Tók reglulega sundspretti í Vesturbæjarlauginni.

Vesturbæjarlaugin í Reykjavík á sólríkum vetrardegi.
Vesturbæjarlaugin á köldum en björtum vetrardegi.

Fylgdist með nokkrum eldgosum. Veit ekki hversu mörgum.

Háskólatorg og Lögberg. Fyrir miðri mynd sést mökkur af eldgosi.
Fyrir miðri mynd sést í mökkinn af febrúareldgosinu frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Mætti á árshátíð í Hörpu.

Á árshátíð Háskóla Íslands í Hörpu 9. febrúar 2024
Árshátíðarfínn í Hörpu, á árshátíð Háskóla Íslands 9. febrúar.

Mætti á þorrablót með þessu fólki (og fleirum).

Þorrablót Syðr-Lónsættar 2024.
Á þorrablóti Syðra-Lónsættar 10. febrúar.

Mætti á Háskóladaginn.

Háskóladagurinn á Háskólatorgi 2024.
Háskóladagurinn á Háskólatorgi 2. mars.

Hélt upp á páskana með súkkulaðiáti.

Súkkulaði. Því ég nenni ekki lakkrís og hlaupi sem er í öllum páskaeggjum í dag.

Fór til Kaupmannahafnar 16.-21. apríl. Það voru nítján ár síðan síðast. Sama dag og ég kom þangað varð stórbruni í kauphöllinni Børsen. Ég var samt ekki að fikta með eld þarna. Hrós til íslenksra fjölmiðla sem notuðu fyrirsögnina Eldur í Kaupinhafn. (Samstöðin, Viðskiptablaðið).

Hluti af Kaupmannahöfn séður frá toppi Sívalaturnsins.

Með nokkrum af bestu vinnufélögum í heimi á NUASkom-ráðstefnunni í Kaupmannahöfn (þeim sem ég náði á mynd):

Samsett mynd. Björn, Hlín, Jón Örn, Sigfús, Linda, Marta, Bryndís, Kolbrún og Guðmundur.

Meira frá Kaupinhöfn:

Aðalbygging Kaupmannahafnarháskóla
Bragðað á bjórframleiðslu heimamanna í Kaupmannahöfn. Næstum því endalaust úrval af kraftbjór!
Nýhöfn.
Kóngsins nýjatorg
Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn. Þar sem Jónas H. drakk sinn síðasta sopa. Hvids vinstue.
Þarna endaði Jónas okkar svo ævi sína, e.t.v. eftir of marga sopa hjá Hvít.

Frá Kaupmannahöfn lá leiðin til Münchenar. Aðalmarkmið með komunni þangað var að heimsækja Frühlingsfest, sem er n.k. litla systir Októberfests.

Ráðhúsið í München.
Frühlingsfest á Theresienwiese í München. Litla systir Októberfestsins.
Augustiner-tjaldið á Frühlingsfest í München.

Sá DJ Ötzi eitt kvöldið á Frühlingsfestinu.

DJ Ötzi tryllir lýðinn!

Þessi mættu líka til Münchenar, en án hljóðfæranna:

Nokkur af humlavinum Lúðrasveitar Hafnarfjarðar: Andrés, Brynjar, Ragnar, Egill, Eiríkur og Helena.

Spilaði fullt með þessu fólki, s.s. í skrúðgöngum, októberfestum, á tónleikum og allskonar.

Besta lúðrasveit landsins: Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Söng með þessu fólki:

Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu fyrir tónleika í Hafnarfjarðarkirkju.

Passaði þessa í smá stund.

Katla.

Skoðaði Þingvelli – í leiðindaroki og rigningu. Íslenska sumarveðrinu.

Almannagjá á Þingvöllum.

Labbaði nokkrum sinnum upp á Helgafell, eftir því sem veður leyfði þetta sumarið. Mun þó ekki hafa komið þangað upp nema 18 sinnum á árinu.

Undirritaður uppi á Helgafelli í Hafnarfirði.

Hélt líka áfram að hjóla. Komst upp í rúmlega 7000 kílómetra á árinu. Þeir hefðu getað orðið rúmlega 8000. En það hlaut sviplegan endi 4. október þegar það var keyrt á mig og hjólið fór í hakk. Hef varla snert það síðan, einkum vegna veðurs og færðar. Það er samt allt í lagi með mig – og hjólið, eftir að það var búið í viðgerð og uppherslu. Tek þráðinn almennilega upp aftur þegar snjóa leysir og ófærðin verður yfirstaðin. Því það er ekki gert ráð fyrir öðru en bílaumferð yfir vetrartímann á Íslandi.

Hjólið á meðan allt lék í lyndi. 7000 kílómetrar hjólaðir 26. ágúst.

Hékk í Tjaldinu í Hjarta Hafnarfjarðar næstum því alla daga sem það var opið í júlí.

Fyrir utan Tjaldið í Hjarta Hafnarfjarðar í júlí.
Paparnir í Hjarta Hafnarfjarðar.
Með nokkrum fastagestum í Tjaldinu.
Fjörðurinn fagri eitt sumarkvöld í júlí.

Tók þátt í lúðrabardaga á menningarnótt. Og vann!

Við svilarnir með Svaninum á menningarnótt. Atli og Sonja.

Fór með þessu fólki til Bad Orb í Þýskalandi:

Hluti af lúðrasveitinni Svaninum að gera sig tilbúna fyrir marseringu í Bad Orb.

Meira frá Bad Orb, í formi Instagram-sögu

Mætti til Egilsstaða með þessu fólki, og fleirum, á landsmót lúðrasveita.

Fór til Akureyrar í október.

Á Akureyri

Sá Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu á Akureyri

Plantan Auður II í hryllingsbúðinni á Akureyri.

Undirbjó jólin, eftir því sem ég nennti.

Ósteikt laufabrauð.

Fór með þessu fólki til Glasgow, og smá til Edinborgar rétt fyrir jólin:

Á jólamarkaði í Glasgow. Atli, Gunnhildur, Íris, Gréta (mamma) og Snorri.

Sá Travis á tónleikum í Glasgow.

Á Travis-tónleikum í OVO Hydro í Glasgow, 21. desember.

Meira frá Glasgow (og Edinborg) samsett úr Instagram-sögu.

Hélt svo samkvæmt venju upp á jól og hækkandi sólargang síðustu viku ársins, með tilheyrandi letikasti, ofáti og öllu sem ég leyfi mér ekki að gera svona dags- daglega…

Gleðileg jól!

…eins og að borða Kókópuffs með Baileys útá.

Kókópuffs – Bara um jólin. Það er samt betra með mjólk útá!

Og þannig var nú það.

Þakka ykkur öllum fyrir samskipti og samveru á árinu sem senn er liðið, hversu mikil eða lítil sem þau voru. Með von um að þau verði enn betri, meiri og skemmtilegri á næsta ári. Og bara allt saman.

Munið svo að missa ykkur ekki alveg í flugeldageðveikinni í kvöld. Því sum okkar hata flugelda og geta ekki þetta svifryk! Það er sko hægt að gera meira en kaupa flugelda til að styrkja björgunarsveitir. Eins og að kaupa rótarskot. Eða bara styrkja þær án þess að fá nokkuð í staðinn, nema gleðina og ánægjuna.

Ást og friður til ykkar allra.
Gangið hægt um gleðinnar hurð.
Gerið allt á næsta ári sem ég mundi gera!

Á sama tíma að ári!

Annállinn 2016

Annállinn 2016

Þetta hefur kannski ekki verið gott ár á alþjóðavettvangi. Til dæmis allir þessir listamenn sem hafa yfirgefið sviðið á árinu. Flóttamannavandi, stríð í Sýrlandi, þjóðernishyggja, hryðjuverk, kynþátta- og útlendingahatur úti um allan heim, Brexit í Bretlandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, sjálfhverfir og gleymnir íslenskir kjósendur, þrælslundaðir Íslendingar sem láta endalaust vaða yfir sig og kjósa sama skítinn yfir sig aftur og aftur…

En við tölum ekki um pólitík hér!

Fyrir mig hefur þetta samt verið ágætt ár þrátt fyrir allt. Heilsan hefur verið fín, sem maður getur verið þakklátur fyrir, kominn á þennan aldur. Og það hefur verið nóg að gera. Til að sýna fram á það er hér hinn árlegi myndaannáll.

Árið 2016 var árið sem ég:

Byrjaði í Borgarnesi, eins og venjulega.

Flugeldur yfir Borgarnesi
Flugeldur

Bakaði þessa súkkulaðiköku.

Súkkulaðikaka, skreytt með jarðarberjum
Súkkulaðikaka

Mætti í eins árs afmæli hjá þessari dömu:

Ósk litla eins árs
Ósk litla eins árs

Hékk þarna stóran hluta ársins.

Bókhlaðan, snjór úti.
Bókhlaðan

Og hékk á þessu svæði.

Háskóli Íslands, aðalbygging séð að framan að vetri til.
Háskóli Íslands

Tók þátt í bingói…

Bingóspjald
Bingóspjald

…og vann þessa vinninga.

Bingóvinningar
Ekki vinningar af verri endanum!

Tók upp myndband fyrir bókhlöðuna…

Myndavél uppi á þaki Hótel Sögu.
Myndavél

…meðal annars ofan af þaki Hótel Sögu.

Bókhlaðan séð ofan af Hótel Sögu.
Bókhlaðan séð ofan af Hótel Sögu.

Mætti á þorrablót með þessu fólki (og fleiri ættingjum).

Nokkrir ættingjar á þorrablóti Syðra-Lónsættar.
Þorrablót Syðra-Lóns-ættar 2016.

Heimsótti RÚV

Inngangur að húsi ríkisútvarpsins
Ríkisútvarpið.

Mætti á æfingar og spilaði á tónleikum með þessu fólki

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Fékk mér far um Reykjavík með útsýnisstrætó…

Rauður útsýnisstrætó fyrir utan Hörpu.
Rauður útsýnisstrætó fyrir utan Hörpu.

…fór upp í turn Hallgrímskirkju…

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja

…í Perluna…

Perlan
Perlan

…og fór í nokkra myndagöngutúra um miðborg Reykjavíkur til að búa til þessa ljósmyndabók. Gaf hana út í einu prentuðu eintaki.

Lækjartorg og Bankastræti í Reykjavík.
Í miðborg Reykjavíkur sumardaginn fyrsta.

Mætti á ársátíð í kúrekabúningi.

Kúrekabúningur
Yðar einlægur í kúrekabúningi.

Mótmælti á Austurvelli…

Alþingishúsið
Mótmæli fyrir utan Alþingishúsið.

…meðal annars út af þessum:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með svínstrýni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Tók þátt í fyrsta-maí-göngu í Hafnarfirði samkvæmt venju.

Kröfuspjöld fyrir utan Súfistann í Hafnarfirði
Sömu gömlu kröfuspjöldin

Söng á tónleikum með þessu fólki.

Kammerkór Hafnarfjarðar í Hafnarborg
Kammerkór Hafnarfjarðar

Gekk upp á Helgafell allt sumarið, samkvæmt venju.
Samtals mun ég hafa komið í 72 skipti upp á toppinn á þessu ári.

Uppi á Helgafelli
Yðar einlægur uppi á Helgafelli í Hafnarfirði.

Hitti Lilla apa í návígi!!!
OMG!!! Starstruck!

Lilli api
Lilli api

Spilaði með þessu fólki í sjónvarpsupptöku

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar við upptökur á Borgarstjóranum.

Náði í þyrlu uppi á Helgafelli.

Þyrla á Helgafelli
Yðar einlægur með þyrlu á Helgafelli

Fór með þessu fólki í ferðalag um Suðurland.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hótel Geysi

Hékk þarna mest allt sumarið vegna vinnu.

Landspítali - Landakoti
Landspítali – Landakoti

Naut útsýnisins úr vinnunni.

Reykjavík
Útsýnið af fimmtu hæð Landakotsspítala.

Mætti á menningarnótt í Reykjavík.

Menningarnótt í Reykjavík
Mannfjöldi í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt.

Mætti á ljósanótt í Reykjanesbæ með þessu fólki:

Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar enn einu sinni – nú á ljósanótt í Reykjanesbæ.

Spilaði á tónleikum og mætti í partý með þessu fólki (og fleirum sem eru ekki á myndinni):

Samband íslenskra lúðrasveita
Eitthvað lúðrasveitafólk að spila í Mosfellsbæ.

Fór í bústaðarferð með þessum vitleysingum:

Bassar og terónar
Nokkrir bassar og terónar úr Kammerkór Hafnarfjarðar

Spilaði á októberfesti.

Októberfest
Yðar einlægur í októberfestgallanum.

Fór á Baggalútstónleika í Háskólabíói.

Baggalútur og Ómar Ragnarsson
Baggalútur og Ómar Ragnarsson á tónleikum í Háskólabíói.

Hélt svo upp á hækkandi sólargang og jólin í lok ársins.

Jólatré
Jólatré

Og þannig var nú það.

Ef þið saknið mynda frá einhverjum atburðum þá er það af því að ég hef ekki verið nógu duglegur að taka myndir, svona almennt. Ég lofa að vera duglegri í myndatökum á næsta ári.

Ég vil þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti hafa komið við sögu í lífi mínu á þessu ári – sama hversu stórt eða lítið hlutverk það hefur verið. Þið vitið hver þið eruð. Takk fyrir samveru og samskipti – með von um að næsta ár verði enn betra og skemmtilegra en það sem nú er senn á enda.

Takk, krakkar mínir!